Pasta & Love


Pasta & Love, herralínan frá Davines, er með allt sem þarf fyrir hinn fullkomna rakstur og daglega skeggumhirðu. Línan stækkar með hverju árinu en hún inniheldur nú átta frábærar raksturs-, húð- og mótunarvörur.

Nýjustu vörurnar í Pasta & Love eru Hair beard & body wash sem er mildur alhliða hreinsir og Medium hold fiber cream sem er fíber mótunarvara fyrir hár og skegg.

Hluti af línunni er í endurunnum glerflöskum til að takmarka umhverfisáhrif. Umbúðirnar eru 100% kolefnisjafnaðar með skógræktar- og jarðvegsverndarverkefni í Eþíópíu.

Vörurnar innihalda þykkni úr lífrænt vottuðum blæjuberjum. Blæjuber eru af brasilískum uppruna og sérstaklega þekkt fyrir fagurfræðilega og næringarlega eiginleika sína. Þykknið er unnið með green technology aðferðinni sem gefur okkur hreinna þykkni og hefur minni umhverfisáhrif miðað við hefðbundnar aðferðir.