Volume með label.m


Label.m er með talsvert úrval af vörum sem gera hverjum sem er kleift að fá aukið volume í þunnt og líflaust hárið, en það þarf ekki að vera flókið!
Þegar markmiðið er mikið volume er nauðsynlegt að huga vel að grunninum og þvo hárið með sjampói sem gefur hárinu kraft og þyngir það ekki. Thickening sjampóið frá label.m styrkir og verndar hárið og gefur því fyllingu og lyftingu sem endist.
Thickening sjampóið inniheldur efni sem snillingarnir hjá label.m hafa sérþróað og heitir NRG Complex™. Þetta efni inniheldur meðal annars hindberjafrumur sem styrkja og bæta teygjanleika hársins, Kona Red kaffiber sem fá hársekkinn til að blása út og gefa hárinu meiri fyllingu og Qmilch trefjar sem þykkja hárið og auka við hárvöxt.
Hárnæringin úr Thickening línunni inniheldur sama undraefni og sjampóið, NRG Complex™. Til að passa að þyngja ekki hárið í rótina er gott að setja næringuna eingöngu í síddina, láta bíða aðeins og skola svo vel úr. Næringin gefur raka og mýkt og styrkir hárið án þess að þyngja það, sem er fullkominn grunnur fyrir fyllinguna sem við erum að leita að.
Fyrir þá sem vilja gefa hárinu extra trít mælum við með nýrri undrameðferð frá label.m sem heitir Snapshot. Snapshot eru orkumikil meðferðarskot sem eru uppáskrifuð af hárnsyrtum eftir þörfum viðskiptavina og eru aðeins í boði á hárgreiðslustofum. Volume Boost er ein vinsælasta Snapshot meðferðin en hún gefur langvarandi fyllingu og lætur hárið líta út fyrir að vera þykkara. Meðferðin hentar öllum hárgerðum en virkar sérstaklega vel fyrir fíngert og flatt hár sem er jafnvel farið að þynnast. Hún mýkir og nærir hárið, dregur úr úfningi og frizzi, eykur glans og hleðst ekki upp. 
Hér má lesa meira um nýju Snapshot meðferðirnar.
Til að fá sem mesta fyllingu í hárið og hafa fullkomna stjórn á lokaútkomunni er gott að blása það þurrt. Þá er nauðsynlegt að nota réttu mótunarefnin og auðvitað alltaf að passa að nota hitavörn. Eitt einfalt og gott kombó í þetta verkefni er Volume Mousse og Blow Out Spray frá label.m.
Volume Mousse, ein mest notaða varan á London Fashion Week, er góð í rótina en með henni næst lyfting og falleg áferð. Blow Out Spray hentar svo vel í síddina og endana. Það gefur góða vörn gegn hitanum frá blásaranum og hefur stundum verið kallað hlýðnisprey vegna þess hversu gott er að vinna með hárið þegar það er komið í.
Lista yfir sölustaði label.m má finna á heimasíðu bpro.
Hér má svo sjá lista yfir enn fleiri mótunarvörur sem gefa aukið volume, eins og hið sívinsæla Texturising Volume Spray. 
Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, fékk lúxus volume-meðferð hjá Baldri. Smelltu hér til að sjá útkomuna.

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published