Vilt þú vinna risa dekurpakka fyrir verslunarmannahelgina?


Við elskum að ferðast og vitum því vel hvað það getur verið mikill höfuðverkur að pakka í tösku. Þess vegna höfum við tekið saman pottþéttan pökkunarlista fyrir snyrtibudduna svo þú gleymir nú örugglega engu heima um verslunarmannahelgina!
Lestu meira til að komast að því hvernig þú getur unnið glæsilegan pakka með öllum okkar uppáhalds vörum fyrir þig og vin!
Label.m Sun Edition
Öll vitum við að við þurfum að bera sólarvörn á húðina, en það sem ekki allir vita er að hárið þarf líka að verja fyrir skaðlegum geislum sólar! Sun Edition settið frá label.m inniheldur allt sem hárið þitt þarf til að verja það fyrir sól, sjó, sandi og öðru sumar-áreiti. Settið kemur í sumarlegri snyrtitösku og inniheldur sjampó, maska, prótein sprey og sólarvörn fyrir hárið. Vörurnar innihalda UVA og UVB filtera sem vernda hárið fyrir skaðlegum geislum sólar og koma í veg fyrir að hárliturinn dofni í sólinni.
Water Soul Eco Sun Kit
Húðin er stærsta líffærið okkar og SPF fyrir húðina er þar af leiðandi mjög mjög mikilvægt! Þetta geggjaða ferðakit frá [comfort zone] inniheldur Water Soul Eco Sun Cream Sólarvörn SPF30 og Water Soul Eco Shower Gel Sturtugel. Water Soul vörurnar hafa ekki skaðleg áhrif á náttúruna og lífríki sjávar og eru því tilvaldar í útiveruna.
Sjampó og næring frá davines í ferðastærð
Það er algjört möst að vera með sjampó og næringu í ferðastærð í útilegutöskunni. Úrvalið af ferðastærðum frá Davines er stórglæsilegt, en MOMO er uppáhaldið okkar í allri útiverunni á sumrin. Það er ríkt af vítamínum, steinefnum og söltum og gefur langvarandi raka. 
label.m Dry Shampoo
Þegar engin sturta er nálægt er þurrsjampó hin fullkomna redding og label.m þurrsjampóið er það allra allra besta að okkar mati! Það inniheldur hrísgrjónasterkju sem dregur í sig uppsafnaða fitu úr hársverðinum svo hárið verður eins og nýþvegið. Einnig gefur það hárinu góða lyftingu og fallega, flauelsmjúka áferð.
Hand Off & Clean It
Sótthreinsun er ekki bara nauðsyn heldur krafa. Hand Off spreyið er hannað sérstaklega til sótthreinsunar á höndum. Það er bakteríudrepandi og sótthreinsandi og gefur húðinni nauðsynlegan raka. Þú einfaldlega spreyjar Hand Off yfir hendurnar, nuddar efninu inn og virknin fer strax í gang. Clean It er bakteríudrepandi sprey til að spreyja á yfirborð – tilvalið á alla þessa snertifleti sem verða á vegi okkar á ferðalögum.
Skin Regimen Good to Glow kit
Hvort sem þú ætlar að ferðast um á húsbíl eða hjóli, gista í tjaldi eða á fjögurra stjörnu hóteli þá er ekkert sem afsakar það að hugsa ekki vel um húðina. Ferðakittið frá Skin regimen inniheldur andlitshreinsi, essence, dagkrem og handáburð svo þú mætir heim með flawless húð en ekki ferðabólur!
Marc Inbane Travel Set
Lúxus settið frá MARC INBANE kemur í fallegri snyrtitösku og inniheldur brúnkusprey í ferðastærð og kabuki bursta sem hjálpar við að ná jafnri og fallegri brúnku. Algjört möst svona ef mann vantar smá lit í andlitið morgui
HH Simonsen Midi Wonder Brush
Wonder Brush burstarnir eru hannaðir til að fara vel með hárið og hársvörðinn – burstar sem henta vel til að greiða bæði blautt og þurrt hár og ættu að vera til á öllum heimilum! Midi burstinn er minni og hentar einstaklega vel í ferðatöskuna (og ræktar- og/eða sundtöskuna of course!)
HH Simonsen Midi Dryer ferðahárblásari
Lítill og léttur hárblásari sem er hægt að leggja saman til að koma honum auðveldlega fyrir í veski eða ferðatösku. Kraftmikill blásari sem auðveldar okkur lífið á ferðalaginu.
--------------------
Við höfum ákveðið gleðja TVO vini okkar með svona geggjuðum ferðapakka fyrir stærstu ferðahelgi sumarsins. Skundaðu því endilega yfir á instagram síðu bpro og taggaðu þá vini sem þig langar að deila gleðinni með!
Kveðja,
bpro teymið
 

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published