Tom Connell - Davines Hair Art Director


Það er okkur sönn ánægja að kynna til leiks nýjan listrænan stjórnanda eða Hair Art Director hjá Davines; Tom Connell. Tom vinnur nú að því að efla og túlka tískuímynd Davines enn frekar með einstakri sýn sinni en einnig spilar hann lykilhlutverk í þjálfun alls Davines fagfólks auk þess sem hann kemur fram á alþjóðlegum hársýningum. 
Tom Connell er ungur, hæfileikaríkur og með eindæmum ástríðufullur fagmaður sem hefur gert það að atvinnu að gera tilraunir með og rannsaka heim hársins og ótal möguleika hans. Hann leggur mesta áherslu á sköpunarferlið í starfi sínu og telur það vera lykilinn að einstökum og háklassa árangri. 
Tom er fæddur í Manchester á Englandi og ólst hann upp á hárgreiðslustofu foreldra sinna sem bæði voru fagmenn. 16 ára áttaði hann sig á að framtíð hans væri einnig í faginu og flutti hann þá til London til að koma sér á framfæri. Hann starfaði sem hluti af teymi Trevor Sorbie í fjölda ára og var listrænn stjórnandi þeirra síðastliðin fjögur ár.
„Ég er alltaf að skrifa niður hluti sem vekja athygli mína: klippingu sem ég sé úti á götu, húsgögn, atriði í kvikmynd. Einu sinni í mánuði les ég það sem ég hef skrifað og sé tengsl á milli allra þátta og þróa hugmyndir mínar þaðan.“ útskýrir Tom. Fyrir honum er ekkert sem heitir one-size-fits all. Klipping og litur þarf alltaf að vera í fullkomnu jafnvægi. Stundum er klippingin í fyrirrúmi en öðrum stundum er það liturinn. Hann vill kenna fagfólki að sjá hlutina með sínum eigin augum til að skapa eitthvað alveg einstakt. 
Hair & Art Direction: @tommconnell Colour: @ashleigh_hodges_hair Photography: @stefanogaluzzistudio Make Up: @victoriamartinmakeup Styling: @sylvesteryiu Hair & Art Direction: @tommconnell Colour: @ashleigh_hodges_hair Photography: @stefanogaluzzistudio Make Up: @victoriamartinmakeup Styling: @sylvesteryiu
Hair & Art Direction: @tommconnell
Colour: @ashleigh_hodges_hair
Photography: @stefanogaluzzistudio
Make Up: @victoriamartinmakeup
Styling: @sylvesteryiu
Það var ímynd Davines, tjáningaraðferðir fyrirtækisins og skuldbinding þess til umhverfislegrar og félagslegrar sjálfbærni sem heillaði Tom og varð til þess að hann gekk til liðs við fyrirtækið. Samstarfið við Tom mun efla tískuímynd Davines enn frekar auk þess sem Tom mun aðstoða við vöruþróun og önnur verkefni innan fyrirtækisins.
Hér er hægt að fylgjast með Tom Connell á Instagram. 
Á Instagram síðu Davines Education má einnig finna nokkur stutt og skemmtileg viðtalsbrot þar sem rætt er við Tom.

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published