Töfrar Gua Sha


Eitt af því sem hefur tröllriðið snyrtivörusamfélaginu undanfarið er Gua Sha steinn sem er nú ómissandi hluti af húðumhirðu margra okkar. En hvað er Gua Sha og hvað gerir hann fyrir húðina okkar?

Saga Gua Sha

Saga Gua Sha nær allt aftur til 14. aldar og er hluti af kínverskum ævafornum lækningum. Bein þýðing á Gua Sha er „að skrapa sand“ en það lýsir áhrifunum sem það hefur á húðina og þá sérstaklega á líkama. Eftir meðferðina myndast rauðir flekkir eða mar en Gua Sha meðferð losar um særindi, þreytu og spennu í vöðvum, örvar blóðrás, eykur súrefnisflæði, endurnýjar, græðir og losar um eiturefni auk þess sem það örvar frumu- og kollagen framleiðslu. Gua Sha er í raun forveri nálastungu meðferða.
Það er mikið úrval af gua sha steinum og rúllum í boði. Rúllur kæla í raun eingöngu húðina en hjálpa ef til vill einnig að einhverju leiti til við innsíun efna. Mun meiri virkni fæst með því að skrapa með Gua Sha steini. Steinarnir koma í alls kyns útgáfum og úr fallegum efnum. Mikið er til af Gua Sha úr quarts steinum eða jaða (e. Jade), en upphaflegi kínverski steinninn er úr Bian steini.
Skin Regimen Gua sha bian steinn

Bian steinn

Bian steinninn er með rúnnaðri hlið og oddi og er þekktur undir 3 nöfnum; nálar steinn, örvarhausar steinn og bian steinn. Bian steinn er ævaforn steintegund sem varð til fyrir 65 milljónum ára þegar lofsteinn féll til jarðar í Shandong í Kína. Í Kína til fornar tóku læknar eftir því að tónlistarmenn sem spiluðu á hljóðfæri gerðum úr Bian steini virtust vera langlífari en aðrir.
Rannsóknir sem gerðar voru í kringum 1970 sýndu fram á að Bian steinninn innheldur 40 mismunandi steinefni og snefilefni, skapað innrauðar bylgjur og hljóðbylgjur, neikvæðar jónir sem hafa andoxandi virkni á DNA í mönnum og vinnur gegn ótímabærri öldrun.

Ávinningur af notkun Gua Sha

Gua Sha steinninn frá Skin Regimen er gerður úr Bian steini. Hann er rúnnaður að hluta og með odd á endanum. Við notum Gua Sha steininn á hreina húðina og gerum nokkrar sérsniðnar, fyrirfram ákveðnar hreyfingar með honum til þess að örva blóðrás og súrefnisflæði, auka næringu til húðar, losa eiturefni, losa um spennu í vöðvum, örva kollagen framleiðslu, gefa ljóma, örva endurnýjun og frumuframleiðslu og draga úr bólgum og þrota. Steininn má nota einu sinni á dag en gott er að byrja á að nota hann þrisvar í viku og auka svo tíðnina. Það er eðlilegt að sjá roða á húðinni eftir notkun sem síðan hverfur. En eins og þeir sem hafa fylgst með blogginu okkar í einhvern tíma átta sig sennilega á er að sjálfsögðu ekki nóg að nota bara steininn einn og sér. Hann þarf að vera hluti af góðri og réttri daglegri húðumhirðu. Gleymum ekki að heilbrigð húð er lífstíll! 
Þú getur séð lista yfir sölustaði /skin regimen/ hér

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published