Þurrsjampó - bjargvætturinn í baðskápnum!


Við erum eins misjöfn og við erum mörg, og það er hárið okkar líka. Það er samt ein vara sem allir elska og allir ættu að eiga og það er þurrsjampó!
Áður en þessi vara kom til og fann sér leið inn í flesta baðskápa heims hafði fólk reynt ýmislegt. Til eru nokkur þúsund ára heimildir um það að í Asíu notaði fólk leirtegund til þess að minnka umfram fitu í hársverði. Fyrstu undanfarar af nútíma þurrsjampói fóru svo að sjást í kringum 1940 þegar „minipoo“ kom til sögunnar. Það var talkúm púður sem dreift var í hársvörðinn og nuddað inn til þess að minnka umfram fitu og óhreinindi.
Nú til dags er þurrsjampó fáanlegt í klassísku duftformi eða í spreyformi. Nafnið er mögulega örlítið blekkjandi, en ekkert hefðbundið sjampó er til staðar í vörunni.
Hvort sem þú ert að reyna að lengja tíma á milli hárþvotta eða bara leita eftir auka fyllingu og lyftingu í hárinu getur þú fundið réttu vöruna fyrir þig og tryggt að þú sért að nota hana rétt.
Ef orðið þurrsjampó dregur upp mynd af kölkuðum, hvítum hársverði þá eru mjög góðar líkur á því að þú sért með tegund sem hentar þér ekki eða að þú sért að nota það rangt. Hérna fyrir neðan eru nokkur skotheld ráð:

Veldu réttan lit fyrir þig

Þeir sem eru dökkhærðir hafa upplifað það að hársvörðurinn verður hvítur. Þess vegna er mikilvægt að velja vöru sem hentar þínum hárlit. Ljóshærðir geta t.d. notað þurrsjampó með púðri en það getur aftur á móti gert dökkt hár gráleitt og matt. Þess vegna hentar það dökkhærðum betur að nota sprey. Brunette Dry Shampoo frá label.m er fullkomið í dökkt hár

Haltu góðri fjarlægð

Þurrsjampó í spreyformi er gott að spreyja úr 15cm fjarlægð frá hársverði. Ef spreyjað er of nálægt hársverði er hætt við að of mikið magn sé notað sem gerir hárið þungt og ofhlaðið. Ef verið er að nota púður, stráið örlitlu magni úr nokkra cm fjarlægð og dreyfið vel úr með fingrunum.

Skiptu hárinu upp

Frekar en að spreyja þurrsjampói tilviljanakennt yfir allt höfuðið, er betri kostur að skipuleggja sig. Dragið hárið upp og vinnið í skiptingum og miðið rétt fyrir ofan hársvörð.

Tryggðu að hárið sé þurrt

Ekki nota þurrsjampó í blautt eða rakt hárið. Til þess að varan virki rétt þarf vinnusvæðið að vera þurrt.

Notaðu sparlega

Það getur verið freistandi að nota þurrsjampó á hverjum degi. En þá er hætta á því að það safnist upp í hársverðinum sem gerir hárið þungt og líflaust. Einnig er hætta á að loka fyrir hársekkina og þeir geta stíflast. Hársvörðurinn þarf reglulega og góða hreinsun til að tryggja að við losum okkur við dauðar húðfrumur og bakteríur og þá er gott að nota hreinsisjampó sem hreinsar mótunarvörur vel úr hársverðinum.
Þurrsjampó dregur úr umfram fitu í hársverði, eykur líftíma blásturs og gefur jafnvel lyftingu og fyllingu. Þegar við erum búin að finna vöruna sem hentar miðað við hárgerð og lit, sem og að tileinka okkur rétta notkun þá erum við í góðum málum. Við getum sleppt þvotti í nokkra daga án þess að hárið líti illa út - þurrsjampóið sér um málið!

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published