Tan Maximizer - draumavaran fyrir draumatanið


Ert þú á leið í sólina og langar í fallegan lit sem endist lengur? Þá er Tan Maximizer eitthvað sem þú ættir að skoða!
Tan Maximizer er krem sem magnar upp brúnkuviðbragð húðar á náttúrulegan hátt og undirbýr húðina fyrir veru í sól. Kremið er borið á andlit og líkama í nokkra daga fyrir veru í sól og á meðan við erum í sól fyrir fallegan lit sem endist lengur. Athugið að kremið er ekki sólarvörn og því nauðsynlegt að nota góða vörn samhliða.
Tan Maximizer er að finna annars vegar í SU/ sólarlínunni frá Davines og hins vegar í Sun Soul línunni frá Comfort Zone.

SU/ Tan Maximizer

Davines Tan Maximizer
Davines Tan Maximizer inniheldur meðal annars C vítamín og Argan olíu og er án allra sílíkona. Umbúðirnar eru úr endurunnu plasti sem er framleitt með endurnýtanlegum auðlindum og eru þær að fullu endurvinnanlegar. Umbúðirnar eru einnig kolefnisjafnaðar með EthioTrees verkefni Davines í Eþíópíu.
SU/ línuna frá Davines getur þú skoðað betur hér.
Sölustaði Davines finnur þú hér.
 

Sun Soul Cream Gel

Comfort Zone Sun Soul Cream Gel Tan Maximizer
Tan Maximizer frá Comfort Zone - Sun Soul Cream Gel - vinnur einnig gegn öldrunareinkennum. Hann inniheldur 85% innihaldsefni með náttúrulegan uppruna og er án gervi ilmefna, sílíkona, SLES og SLS. Umbúðirnar eru kolefnisjafnaðar.
Sun Soul línuna frá Comfort Zone finnur þú hér.
Sölustaði Comfort Zone finnur þú hér
Njótið í sólinni í sumar kæru vinir og ekki gleyma sólarvörninni! 

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published