Sumarhátíð Bpro


Við í Bpro tókum fagnandi á móti sumrinu í nýjum húsakynnum okkar í Smiðsbúð 2 í Garðabæ með glæsilegri sumarhátíð fyrir viðskiptavini okkar, samstarfsfólk, vini og vandamenn. 
Friðrik Dór og Jón Jónsson slógu í gegn með gríni og góðum söng og Gunnar Malmquist - Viking Blendz - sýndi listir sínar í rakarastólnum. Davines sjampóbarinn var að sjálfsögðu á sínum stað þar sem gestir sérblönduðu sjampó með ilm að eigin vali. Veðrið lék við okkur og fundu allir aldurshópar sér eitthvað til skemmtunar!
„Við hjá Bpro vild­um hlaða í eitt gott sum­arpartý og vegna kór­ónu­veirunn­ar langaði okk­ur að fara extra var­lega en hafa extra gam­an á sama tíma. Við ákváðum því að fá Saga­events með okk­ur í lið við skipu­lagn­ingu og fram­kvæmd. Þau eru afar fær í að sjá um hvers kon­ar viðburði og ekki skemm­ir fyr­ir að þau eru að vinna að rann­sóknar­skýrsl­unni „Nýr veru­leiki viðburða“. Það blas­ir við okk­ur annað lands­lag eft­ir kór­ónu­veiruna og margt komið til að vera líkt og sótt­hrein­sig­el og sótt­varn­a­regl­ur. Rann­sóknin er unn­in í sam­starfi við Ka­ritas Ósk Harðardóttur og er styrkt af Nýsköpun­ar­sjóði náms­manna,“ seg­ir Bald­ur Rafn Gylfa­son, eig­andi Bpro. 
Gestirnir voru allir leystir út með Good Hope sótthreinsigelinu frá Davines þannig að við ættum öll að geta haldið áfram að hafa gaman, sótthreinsa á okkur hendurnar og brosa út að eyrum.
Pétur Fjeldsted ljósmyndari fangaði gleðina á filmu og Tristan Gylfi Baldursson og Kristinn Sigurðsson settu saman einstaklega skemmtilegt myndband frá deginum sem sjá má á facebook síðu bpro! 
Gleðilegt sumar frá okkur í Bpro!
 
 
 

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published