Við í Bpro tókum fagnandi á móti sumrinu í nýjum húsakynnum okkar í Smiðsbúð 2 í Garðabæ með glæsilegri sumarhátíð fyrir viðskiptavini okkar, samstarfsfólk, vini og vandamenn.

Friðrik Dór og Jón Jónsson slógu í gegn með gríni og góðum söng og Gunnar Malmquist - Viking Blendz - sýndi listir sínar í rakarastólnum. Davines sjampóbarinn var að sjálfsögðu á sínum stað þar sem gestir sérblönduðu sjampó með ilm að eigin vali. Veðrið lék við okkur og fundu allir aldurshópar sér eitthvað til skemmtunar!


„Við hjá Bpro vildum hlaða í eitt gott sumarpartý og vegna kórónuveirunnar langaði okkur að fara extra varlega en hafa extra gaman á sama tíma. Við ákváðum því að fá Sagaevents með okkur í lið við skipulagningu og framkvæmd. Þau eru afar fær í að sjá um hvers konar viðburði og ekki skemmir fyrir að þau eru að vinna að rannsóknarskýrslunni „Nýr veruleiki viðburða“. Það blasir við okkur annað landslag eftir kórónuveiruna og margt komið til að vera líkt og sótthreinsigel og sóttvarnareglur. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Karitas Ósk Harðardóttur og er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna,“ segir Baldur Rafn Gylfason, eigandi Bpro.
Gestirnir voru allir leystir út með Good Hope sótthreinsigelinu frá Davines þannig að við ættum öll að geta haldið áfram að hafa gaman, sótthreinsa á okkur hendurnar og brosa út að eyrum.
Pétur Fjeldsted ljósmyndari fangaði gleðina á filmu og Tristan Gylfi Baldursson og Kristinn Sigurðsson settu saman einstaklega skemmtilegt myndband frá deginum sem sjá má á facebook síðu bpro!









Gleðilegt sumar frá okkur í Bpro!
Leave a comment