Skúra, skrúbba, bóna... og sótthreinsa!


Covid-slagurinn er ekki unninn enn og því mikivægt að gleyma sér ekki, heldur draga sótthreinsinn aftur fram af fullum krafti. 

Það að þvo og sótthreinsa hendur er auðvitað það mikilvægasta (og að passa að vera ekki með hendurnar í andlitinu) en einnig er til gott úval af sótthreinsivörum fyrir snertifleti sem einfalda okkur lífið. Við tókum saman lista yfir okkar uppáhalds vörur og ættu allir að geta fundið vöru við sitt hæfi hér!   

HH Simonsen - Hand Off og Clean It

Hand Off spreyið frá HH Simonsen er sérstaklega hannað til að sótthreinsa hendur. Það er bakteríudrepandi og sótthreinsandi og gefur húðinni kærkominn raka og þurrkar ekki húðina eins og margir sótthreinsar gera.

Clean It spreyið er bakteríudrepandi sprey fyrir yfirborð og snertifleti. 

Sjáðu lista yfir sölustaði HH Simonsen hér.

Davines - Good Hope

Í miðjum heimsfaraldri hóf Davines framleiðslu á Good Hope sótthreinsigelinu til að gefa öllum þeim sem gætu þurft á því að halda, meðal annars heilbrigðiststarfsfólki, starfsólki Rauða Krossins og samtökum sem vinna með flóttafólki. Gelið sló í gegn og verður því áfram hluti af vörulínu Davines. Það er án alkóhóls og þurrkar því ekki húðina heldur mýkir hana og ilmar dásamlega!

Sjáðu lista yfir sölustaði Davines hér.

Disicide

Disicide vörulínan innheldur hágæða hreinsi- og sótthreinsivörur sem eru allar veganvottaðar, umhverfisvænar, sjálfbærar, vatnsleysanlegar og án alkohóls.

Sótthreinsarnir hafa þann eiginleika að tapa ekki sótthreinsimætti sínum í köldu loftslagi og drepa þeir allar helstu bakteríur og vírusa s.s. HIV, herpes, streptokokka, staphilókokka, Covid-19 og lifrarbólgu.

Tvær af uppáhalds vörunum okkar frá Disicide eru Disicide Laundry, þvottaefnið sem drepur bakteríur við einungis 30°C og lengir því líftíma þvottarins, og Make Up Brush Cleaner sem er sótthreinsisprey sem hreinsar og nærir förðunarbursta.

Auk þess er Disicide með fjölda hreinsi- og sótthreinsivara, bæði í sprey-formi og blautþurrkum og bæði fyrir húð og snertifleti. Þetta eru einstaklega góðar vörur sem ættu að vera til á öllum heimilum og auðvelt er að grípa með sér. 

Hægt er að kaupa valdar hreinsi- og sótthreinsivörur á netverslun marcinbane.is.

Smelltu hér til að skoða úrvalið okkar af hreinsi- og sótthreinsivörum.

Kveðja,

bpro teymið

 


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published