Sól sól skín á mig!


Þeir eru fáir Íslendingarnir sem ekki elska að henda sér út í sólina um leið og hún mætir á svæðið. En eins dásamleg og sólin er þá hefur hún skaðleg áhrif á húð og hár. Það er því mikilvægt að verja sig fyrir skaðlegum geislum hennar… líka þegar er skýjað!

Sólin upplitar hárið á okkur. Sumum finnst frábært að fá smá “sólarstrípur í hárið” en málið er bara miklu verra og flóknara en það. Sólargeislar brjóta niður prótín og litafrumur hársins sem gerir hárið svo veikbyggt að það getur farið að brotna.

IMG_0578UVA og UVB geislar sólar skaða varanlega ysta lag hársins sem kallast Cuticle. Einkenni sólarskaða eru litabreytingar, þurrt og brothætt hár, klofnir endar, hár þynning og úfin hár. Sólarskaðað hár er sjáanlega þurrt og mjög þurrt viðkomu. Ef þú ert svo með þunnt eða fíngert hár þá er mikil hætta á því að skaða húðina í hársverðinum varanlega og í slæmum tilfellum getur það valdið húðkrabbameini. Sólargeislar, eins og allir vita, auka D-vítamín í líkamanum en þeir valda líka skaða á hársverðinum. Húðin í hársverðinum verður nefninlega fyrir sama skaða og húðin annarstaðar á líkamanum ef við verndum hana ekki.

Sólargeislar valda ekki ósvipuðum skaða á hárinu og mikil aflitun. Náttúrulega ljóst hár er viðkvæmara í sól og það er sérstaklega mikilvægt að verja krullað og liðað hár fyrir geislum sólar þar sem krullurnar eru mjög viðkvæmar fyrir sólinni. Og eitt sem allir þurfa að hafa í huga: allur hárlitur dofnar og er viðkvæmari í sól!

suneditionÞað sem þarf að huga að áður en farið er í sól er að sjálfsögðu sólarvörn fyrir hár og hársvörð, gott sjampó sem hreinsar vel burt klór og salt og vinnur gegn stakeindum. Svo er algjört möst að eiga góðan rakamaska eða rakamikla næringu til þess að vinna upp rakatap sem verður í sól.

Bæði Davines og label.m bjóða upp á flottar vörur sem henta þeim sem ætla að njóta í sólinni í sumar. Í SU línunni frá Davines er geggjuð nærandi mjólk sem ver hárið fyrir sól, verndar lit og viðheldur raka. Í Sun Edition línunni frá label.m er prótín sprey og olía sem verja hárið fyrir sól, klór og salti. Báðar línurnar innihalda sjampó sem er gott til að ná salti, svita og klór úr hárinu og maska sem eru geggjaðir til að næra hárið þegar inn úr sólinni er komið!

Sólarkveðjur,
Baldur Rafn


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published