Fáum okkur skot !


Það var glæsilegur hópur af hárgreiðslufólki sem kom saman í Hárakademíunni á dögunum til að kynnast Snapshot, nýrri ofurvöru frá label.m. Snapshot eru kraftmikil næringarskot sem eru nú fáanleg á hárgreiðslustofum og eru fjórar mismunandi meðferðir í boði; Damage Control, Volume Boost, Colour Revive og Scalp Soothing. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi, en meðferðirnar eru sérstaklega uppáskrifaðar eftir þörfum hvers og eins. Lestu meira um Snapshot hér.

Eftir frábæra kynningu á Snapshot var blásið til veislu og dyrnar opnaðar fyrir gestum og gangandi. Hárgreiðslufólk fékk þá tækifæri til að spreyta sig á nýju meðferðunum og nutu gestir góðs af því og kepptust um pláss í stólunum. Það myndaðist frábær stemning þar sem fagfólk og gestir fengu að kynnast þessum nýju meðferðum í sameiningu og voru allir sammála um að áhrifin væru geggjuð! Í framhaldinu var boðið upp á blástur og krullur í boði HH Simonsen fyrir áhugasama og settu nemendur frá Reykjavík Makeup School punktinn yfir i-ið í dekrinu með léttu touch-up með NYX Professional Makeup.  

  

Meðferðirnar voru ekki einu skotin í boði þetta kvöld því snillingarnir hjá Lemon bjuggu til sérstök Snapshot djús-skot sem gestir gáttu gætt sér á á meðan á hármeðferð stóð.

Dragdrottning Íslands, Gógó Starr, mætti á svæðið og sló í gegn með nokkrum vel völdum bröndurum. Hún tók lagið Snapshot með RuPaul við mikinn fögnuð viðstaddra. Frikki á Slippnum og Svava í Hárakademíunni þar sem þau notuðu hárblásara sem vindvélar.
Hægt er að lesa meira um Snapshot meðferðirnar hér

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published