Sjampóstykki - fimm ástæður til að prófa!


Fjögur af vinsælustu sjampóunum úr Essential Haircare línunni frá Davines eru nú fáanleg í föstu formi! Sjampóstykkin koma í 100% endurvinnanlegum pappír, innihalda virk innihaldsefni frá Slow Food Presidia býlum og duga í allt að 40 þvotta.

 Davines Essential sjampóstykki
Sjampóstykkin, sem við kynnum með miklu stolti, eru:
• VOLU sem gefur fíngerðu hári fyllingu
• MOMO fyrir dásamlegan raka
• LOVE fyrir úfið og óstýrilátt hár
• DEDE sem er milt sjampó sem hentar vel til daglegra nota
Hvort sem þú ert nú þegar aðdáandi Essential sjampóanna í sinni upprunalegu útgáfu eða notar venjulega aðra tegund af sjampóstykki þá erum við viss um að þú munir falla fyrir Essential sjampóstykkjunum.

Fimm ástæður til að prófa Essential Haircare sjampóstykkin

#1 – Fagleg gæði tryggð
Einhverjum kann að þykja erfiðara að hreinsa hárið með sjampóstykkjum eða finnast froðan sem myndast of létt. Það gleður okkur því að segja frá því að það er ekki vandamál þegar kemur að Davines sjampóstykkjunum.
Með því að bleyta og nudda sjampóinu á milli handanna myndast dásamlega rík og kremkennd froða.
Tilfinningin á meðan hárið er enn blautt getur verið öðruvísi en þú ert vön/vanur, en þegar það er orðið þurrt ættir þú að fá sömu útkomu og þú hefðir fengið með hefðbundnu sjampói.
Sjampóstykkin gera hárið mjúkt og glansandi og gefa fyllingu.
 Davines Essential sjampó sjampóstykki
#2 – Umbúðir úr 100% endurvinnanlegum pappír
Sjampóstykkjunum er pakkað í 100% endurvinnanlegan pappír.
Taktu stykkið varlega úr pappírnum og forðastu að rífa hann. Innan í umbúðunum finnur þú gagnlegar upplýsingar um hvernig á að nota sjampóið og hvernig best sé að varðveita það til að fá sem mest út úr stykkinu og forðast sóun.
• Allt ferlið sem sjampóstykkin fara í gegn um, fyrir utan notkunartímann, er kolefnisjafnað
• Umbúðirnar eru búnar til úr FSC vottuðum endurvinnanlegum pappír 
#3 – Auðvelt í flutningi og geymslu
Sjampóstykkin taka minna pláss í flutningi en venjuleg sjampó sem gerir það að verkum að einfaldara (og umhverfisvænna!) er að flytja þau.
Hægt er að taka sjampóið með í handfarangur í flugi eða í sund- og/eða ræktartöskuna áhyggjulaust þar sem það er ekki í fljótandi formi. Svo tekur það afar lítið pláss í töskunni! 
Innan Essential Haircare línunnar er að finna þægilegt og sérhannað Davines álbox undir sjampóstykkin. Í boxinu er rist sem leyfir sjampóstykkinu að þorna hratt og örugglega. Ristina er hægt að taka úr boxinu og þvo.
Davines Essential sjampó sjampóstykki
#4 - Verndun líffræðilegrar fjölbreytni og vatnsumhverfis
Með Essential Haircare línunni er mikið lagt upp úr sjálfbærni og þar eru sjampóstykkin engin undantekning.  
Stykkin innihalda allt að 97,4% lífbrjótanleg innihaldsefni sem þýðir að eftir að þau eru skoluð úr brotna þau flest niður á innan við 28 dögum. Ef þú vilt vita meira fylgjum við OECD 301 aðferðinni.
Öll sjampóstykkin innihald einnig innihaldsefni frá Slow Food Presidia býlum til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika á Ítalíu! Þegar þú kaupir Essential sjampóstykki ert þú að taka þátt í að vernda störf bændafjölskyldna sem og mikilvæga iðnaðarþekkingu.

VOLU fyrir fíngert hár

MOMO fyrir þurrt hár

LOVE fyrir „frizzy“ hár

DEDE fyrir mildan þvott

 

Davines VOLU volume sjampó sjampóstykki  

Davines MOMO sjampó sjampóstykki 

Davines LOVE sjampó sjampóstykki 

Davines DEDE sjampó sjampóstykki

INNIHALDSEFNI

Næpu rót frá Caprauna 

INNIHALDSEFNI

Gul Paceco Cartucciaru Melóna

INNIHALDSEFNI

Minuta ólífur frá Ficarra

INNIHALDSEFNI

Rautt sellerí frá Orbassanu

KOSTIR

Ríkt af steinefnum og vítamínum. Næpu rótin gefur hárinu lyftingu og fyllingu.

 

KOSTIR

Ríkt af vatni, vítamínum og steinefnasöltum. Þykkni úr gulri melónu gefur langvarandi raka.

 

KOSTIR

Ríkt af fitusýrum og vítamínum. Ólífuþykknið eykur teygjanleika hársins og mýkir það.

 

KOSTIR

Ríkt af seinefnasöltum. Þykkni úr rauðu sellerí endurnýjar steinefnaforða hársins.

 

 #5 – Endist í allt að 40 þvotta
Ef rétt er hugsað um sjampóstykkin er endingin á þeim mjög góð. Almennt endist 100g sjampóstykki í 30-40 þvotta sem er meira en 250ml flaska af fljótandi sjampó.
Þetta er auðvitað bara til viðmiðunar, en endingin fer að sjálfsögðu eftir sídd og þykkt hársins og því hvort sjampóið sé sett í hárið einu sinni eða tvisvar þegar það er þvegið.

Sjampóstykki eða fljótandi sjampó?

Á þessum tímapunkti gætir þú verið að velta fyrir þér: eru sjampóstykki betri en fljótandi sjampó? Í raun og veru er ekkert eitt rétt svar við þessari spurningu því það er ekkert sjampó sem er fullkomið til allra nota og með tilliti til sjálfbærni.
En sjampóstykkin þurfa ekki að koma í staðinn fyrir fljótandi sjampó heldur geta þau unnið frábærlega vel saman!
Umbúðir Formúla Frammistaða
Davines Essential sjampóstykki sjampó í föstu formi Davines essential sjampó nounou Davines essential sjampó sjampóstykki

Sjampóstykkin eru í FSC vottuðum pappírsumbúðum á meðan fljótandi sjampóið í Essential Haircare línunni er í bio-based plastumbúðum. Bio-based plast er plast sem á uppruna sinn í lífmassa, þ.e.a.s. plöntum í stað jarðolíu.

Bæði efnin eru vottuð, unnin úr endurvinnanlegum auðlindum og að fullu endurvinnanleg.

Bæði sjampóstykkin og fljótandi sjampóin innihalda virk innihaldsefni frá Slow Food Presidia býlum og hátt hlutfall af lífbrjótanlegum innihaldsefnum.

Það er aftur á móti hærra hlutfall af náttúrulegum innihaldsefnum í fljótandi sjampóinu. Þetta er vegna þess að til að ná föstu formi þarf formúlan að innihalda efni sem hafa efnasmíðaða sameindabyggingu.

Eins og er eru ekki öll sjampóin í Essential línunni til í föstu formi. Við erum að vinna í því, en viljum bara vera viss um að frammistaða allra sjampóstykkjanna sé 100% áður en við skellum þeim í hillurnar.
Við mælum því með að þið fylgist vel með - það eru spennandi tímar framundan!
 
Vonandi höfum við svarað öllum spurningum þínum varðandi sjampóstykki og muninn á þeim og fljótandi sjampói. Nú er komið að þér að prófa og bera saman og finna hvað hentar þér!
Smelltu hér til að skoða öll EHC sjampóstykkin.
Lista yfir sölustaði Davines má finna hér

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published