Sjálfbær apríl


Þann 22. apríl ár hvert er Dagur jarðar eða Earth Day haldinn hátíðlegur um heim allan. Þetta árið vill svo skemmtilega til að þetta er líka Sumardagurinn fyrsti hér á landi og því tvöföld ástæða fyrir okkur að fagna!

🌱 DAGUR JARÐAR 🌱

Dagur jarðar er dagur sem er helgaður fræðslu um umhverfismál sem er að sjálfsögðu eitthvað sem skiptir okkur miklu máli. Raunar skiptir það okkur það miklu máli að við ætlum að taka allan apríl-mánuð í að fagna umhverfisvernd og sjálfbærni með verkefninu okkar Sjálfbær apríl.
Árið 2019 var World Wide Hair Tour haldið hér á landi á vegum Davines og til að kolefnisjafna þá ferð voru gróðursett tré í Þorláksskógum. Við hlökkum til að sjá Davines lundinn okkar dafna og ætlum við núna að halda áfram með þetta verkefni og skella okkur í að gróðursetja nokkur tré!
Davines lundur í Þorláksskógum - gróðursetning 

🌱 SJÁLFBÆR APRÍL 🌱

Í apríl verður eftirfarandi tilboð á vörum frá Davines:
Þú kaupir tvær uppáhalds vörurnar þínar frá Davines og færð Hair Refresher þurrsjampóið í kaupbæti. Fyrir hvert selt tilboð munum við gróðursetja tré í Davines lundinum í Þorláksskógum.
Davines Hair Refresher þurrsjampó
Það gleður okkur mikið að geta gert lítið góðverk fyrir jörðina og hlökkum við til að fá sem flesta með okkur í þessa gleði!
Davines sjálfbær apríl gróðursetning

🌱 Sölustaðir 🌱

Eftirfarandi sölustaðir Davines taka þátt í Sjálfbærum apríl. Á meðan birgðir endast fylgir því eitt Hair Refresher þurrsjampó frítt með þegar keyptar eru tvær Davines vörur á eftirfarandi stofum:
Skuggafall - Fornubúðum 8, 220 Hfj
Sjoppan - Höfðatorgi, Katrínartúni 2, 105 Rvk
Beautybarinn - Kringlunni 4, 103 Rvk
Barbarella - Suðurgötu 7, 101 Rvk
Höfuðlausnir - Hverafold 1-3, 112 Reykjavík
Hárstúdíó - Stillholti 16, 300 Akranes
Upp á hár - Brekkugötu 1B, 600 Akureyri
Carino - Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published