Sacred Nature - sjálfbær húðumhirða


Sacred Nature frá [comfort zone] er hrein, lífræn húðmeðferðarlína sem hefur sjálfbærni að leiðarljósi. Línan er ekki bara áhrifarík og örugg þegar kemur að endurnýjun húðarinnar heldur er hún líka með virkum hætti að hjálpa til við endurnýjun jarðarinnar og tekur virkan þátt í að draga úr neyðarástandinu í loftlagsmálum. 

„Við þurfum að endurskrifa ferlið. Gera vöru sem er hluti af lausninni í stað þess að vera hluti af vandamálinu, það þýðir að við þurfum að hugsa um endurnýjun og umbylta því hvernig við vinnum innihaldsefni og veljum þau og það hvernig við hönnum húðumhirðu“
-Dr. Davide Bollati

Rannsóknir á virku innihaldsefnunum í Sacred Nature línunni byrjuðu í vísindagarðinum í Davines þorpinu í Parma á Ítalíu, en vísindagarðurinn er utandyra framlenging af [comfort zone] rannsóknarstofunum. Rannsóknirnar leiddu til þess að að innihaldsefnið Scientific Garden Extract ™ leit dagsins ljós, en það er blanda af þremur andoxandi efnum; myrtu, ylliberjum og granateplum. Þessar plöntur voru ræktaðar samkvæmt stöðlum um endurnýjanlegan landbúnað sem virðir hringrás náttúrunnar, tryggir líffjölbreytileika og dregur úr uppsöfnun á koltvísýringi í andrúmslofti.

Lífendurnýjanlegar formúlurnar fyrir andlit og líkama uppfylla Cosmos Organic & Natural staðla og eru EWG vottaðar. Í hverri vöru eru sértækar líftækni sameindir sem vernda húðina gegn umhverfisáreiti, örva frumuendurnýjun, tryggja hámarks jafnvægi í húð og styrkja varnir hennar jafnframt því sem þær vinna gegn ótímabærri öldrun.

Comfort Zone sacred nature sjálfbær húðumhirða dagkrem hreinsimjólk hreinsikrem cleansing balm youth serum rakaserum raki húð húðvörur lífrænt sjálfbært

Umhverfisvæn hönnun tryggir að Sacred Nature línan er kolefnisneikvæð. Þar með talið ræktun og vinnsla innihaldsefna, endurunnir og sjálbærir íhlutir eins og gler, málmur og endurunninn pappír. Framleiðslan fer fram í kolefnishlutlausri verksmiðju sem notar orku frá endurnýjanlegum auðlindum og gefur til Ethio Trees verkefnisins. Einnig er [comfort zone] hluti af 1% for the Planet verkefninu þar sem 1% af hagnaðinum af sölu Sacred Nature er gefið til að fjármagna umhverfis- og félagsleg sjálfbærni verkefni.

Þú getur skoðað Sacred Nature vörulínuna hér

Lista yfir sölustaði [comfort zone] má finna hér.


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published