Pasta & Love


Við kynnum með stolti magnaða nýjung frá Davines:

Pasta & Love

Pasta & Love er fyrsta herralínan frá Davines og innihalda allar vörurnar þykkni úr vottað lífrænum blæjuberjum.
Línan samanstendur af þremur dásamlegum vörum - Pre-shave/skeggolíu, rakstursgeli og after shave/rakakremi - sem fullkomna raksturinn í þremur einföldum skrefum.
 
UMBÚÐIR:
Pasta & Love línan er öll í endurunnum glerflöskum (34% neytendaumbúðir og 24% frá iðnaðarúrgangi) til að takmarka umhverfisáhrif. Umbúðirnar eru með öllu kolefnisjafnaðar með skógræktar- og jarðvegsverndarverkefni í Eþíópíu. 
VIRKA INNIHALDSEFNIÐ:
Allar vörurnar í línunni innihalda þykkni úr vottað lífrænum blæjuberjum. Blæjuber eru af brasilískum uppruna og sérstaklega þekkt í Austurlöndum fyrir fagurfræðilega og næringarlega eiginleika sína. Þykknið er unnið með green technology aðferðinni sem gefur okkur enn hreinna þykkni og minni umhverfisáhrif miðað við hefðbundnar aðferðir.
Pre-shave & skeggolía
Þetta er hin fullkomna skeggolía sem er hægt að nota til að undirbúa skegg fyrir rakstur eða til að mýkja og móta þurrt skegg, en hún veitir sérstaka vörn fyrir viðkvæma húð og þyngir ekki skeggið. Skeggolían inniheldur möndlu- og jojoba olíu sem hafa nærandi og róandi eiginleika.
Mýkjandi rakstursgel
Milt rakstursgel sem hentar öllum húðgerðum. Þegar því er nuddað með höndum eða bursta breytist gelið í ríka froðu sem hjálpar til við að mýkja húðina fyrir þægilegan og áhrifaríkan rakstur. 
After shave & rakakrem
Þessa vöru er hægt að nota sem annað hvort aftershave eða dagkrem. Formúlan er létt, rakagefandi og róandi og hentar sérstaklega eftir rakstur til að róa rjóða húð. Inniheldur karité- og babassúsmjör sem hafa nærandi og verndandi eiginleika.
Þú getur skoðað Pasta & Love línuna betur hér og séð lista yfir sölustaði Davines hér.
Pasta & Love bæklinginn er hægt að skoða hér.

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published