OI fjölskyldan stækkar: Liquid Luster


OI er vörulína frá Davines sem er í uppáhaldi hjá ansi mörgum. Línan er þróuð á rannsóknarstofum Davines með það að markmiði að allar tegundir hárs og húðar öðlist takmarkalausa fegurð.  Allar vörurnar í OI línunni innihalda olíu sem unnin er úr Amazon plöntunni Roucou, einnig þekkt sem Annatto. Olían sem fengin er úr Roucou-fræjunum inniheldur mikið af beta-karótíni (100x meira en gulrætur) og byggir hárið upp og hefur jákvæð áhrif á hárvöxt. Hún takmarkar skaða af völdum UV-geisla og sindurefna og vinnur gegn öldrun. 

Nýjasta viðbót OI fjölskyldunnar, Liquid Luster er vatnskennd, þyngdarlaus glansmeðferð fyrir allar hárgerðir. Þessi byltingarkennda vara er rík af rakagefandi efnum sem komast beint í tengingu við hárstráið án þess að nokkuð hindri innsíun. Þetta galdraefni gefur hárinu samstundis ljóma án þess að þurfa að liggja lengi í hárinu.

Hér getur þú séð allt um OI Liquid Luster og hér finnur þú lista yfir sölustaði Davines á Íslandi.

 


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published