Nýtt frá /skin regimen/: Recharging mist


Vissir þú að blátt ljós frá tölvuskjám og símum brýtur niður elastín og kollagen í húð og flýtir fyrir ótímabærri öldrun?

Flest eyðum við talsverðum tíma á hverjum degi fyrir framan skjá af einhverri tegund og er þetta því frekar óhugnaleg staðreynd fyrir þá sem er annt um að viðhalda heilbrigðri húð sem lengst. Við tökum því fagnandi á móti nýjustu viðbótinni við /skin regimen/ fjölskylduna: Recharging mist.

Recharging mist er fíngerður andoxandi og rakagefandi úði sem viðheldur raka, gefur ljóma og ver húðina fyrir bláu ljósi frá tölvuskjám og símum. 

Gott er að spreyja úðanum á andlit og háls úr ca. 20cm fjarlægð með lokuð augu. Úðanum má spreyja yfir farða og gott er að endurtaka yfir daginn eftir þörfum, sérstaklega þegar setið er fyrir framan tölvuskjá eða í rými þar sem loftið er þurrt. 

skin regimen recharging mist blue light vörn gefur ljóma

Recharging mist er án gervi ilmefna, sílikona, SLES og SLS og hentar fyrir vegan. Ilmurinn er 100% náttúrulegur ilmur með rósum og lavender.  Það er framleitt með orku frá endurnýtanlegum auðlindum og umbúðirnar eru að fullu kolefnisjafnaðar. 

Hér getur þú lesið allt um Recharging Mist. 

Hér getur þú séð lista yfir sölustaði Skin Regimen. 


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published