Nýtt frá MARC INBANE: Sturtufroða N°09


Í byrjun árs 2021 kynnti MARC INBANE til leiks nýja vöru - lúxus sturtufroðu með ljúfum ilm af bóndarósum og bleikum pipar. Sápan sló heldur betur í gegn og hefur nú nýr ilmur bæst við vöruúrvalið. 

Sturtufroða N°09 

N°09 er sturtufroða með ríkulegum ilm af hvítum túlípönum, sandelviði og Amber. Sturtusápan nærir og mýkir húðina og er tilvalin til að undirbúa hana áður en nota á MARC INBANE brúnkusprey eða brúnkufroðu. Formúlan er vegan og án parabena, sílíkona og súlfata. 

MARC INBANE sturtusápa sturtufroða

Sturtufroðan er einstaklega mjúk og nærandi. Hún freyðir samstundis, tryggir jafnvægi á raka húðar og má einnig nota sem raksápu.  

Hér getur þú skoðað allt vöruúrvalið frá MARC INBANE og hér getur þú séð lista yfir sölustaði. 


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published