Nýtt frá HH Simonsen: Wetline


Við kynnum með stolti byltingarkennda nýja línu sem sem þróuð var með það að markmiði að gera bestu og virkustu hárvörulínu sem til er, línu sem fer fram úr öllum faglegum væntingum og umbreytir hári af hvaða hárgerð sem til er...

HH SIMONSEN WETLINE

HH Simonsen wetline sjampó og hárnæring bpro

Keratín styrkir hárið og gerir það heilbrigðara

HH Simonsen vörurnar innihalda keratín sem er byggingarefni hársins. Við notum náttúrulegt keratín sem inniheldur alveg sömu amínósýrur og hárið þitt – svo við getum styrkt og endurbyggt hárið eins og best verður á kosið. Með því að nota fjórar tegundir af keratíni, hver með mismunandi sameindaþyngd, getum við stjórnað hvar í hárinu þínu keratínið virkar. Léttu sameindirnar vinna djúpt inni í hárinu og endurbyggja skemmd hár á meðan þungu sameindirnar meðhöndla yfirborð hársins.

Náttúrlegar olíur gefa raka og sveigjanleika

Í Wetline eru náttúrulegar olíur og plöntuþykkni sem eru vandlega valin og skammtað í hverja vöru svo hún uppfylli nákvæmlega þarfir hársins þíns. Til dæmis notum við þungar olíur eins og jojoba þegar hárið þarf mikinn raka og léttari olíur eins og macadamia- og kókosolíur til að gefa hárinu fyllingu. Olíurnar gera hárinu og hársverðinum gott.

Hönnun gerir upplifunina enn betri

Það er ekki nóg með að innihaldið sé nýstárlegt, náttúrulegt og virkt. Umbúðirnar verða líka að vera í toppstandi. Þess vegna höfum við hannað okkar eigin umbúðir sem eru umhverfisvænar, fallegar og snjallar. Þú getur auðveldlega sett brúsana á hvolf til að ekki einn einasti dropi fari til spillis.

Umhyggja fyrir umhverfinu – og þér

Sjampóin okkar og mótunarvörur innihalda 20% minna vatn miðað við hefðbundnar hárvörur. Þú ert með vatn í hendinni þegar þú notar sjampóið þitt, svo hvers vegna að setja meira vatn í vöruna en nauðsynlegt er? Þetta gerir okkur einnig kleift að minnka umbúðir um 15% og spara plastnotkun.

Allar vörurnar í HH Simonsen Wetline eru prófaðar af húðlæknum. Þær eru án parabena og innihalda engin ofnæmisvaldandi ilmefni.  

Þú getur skoðað vöruúrvalið í HH Simonsen Wetline hér en línan fæst á eftirfarandi hárgreiðslustofum: 
Beautybar - Kringlunni, 103 Reykjavík
Portið Hársnyrtistofa - Arnarhlíð 1, 102 Reykjavík
Senter Hársnyrtistofa - Tryggvagötu 28, 101 Reykjavík
Hár- og snyrtistofan Ziva - Hafargötu 35, 230 Reykjanesbæ 

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published