Nýtt frá HH Simonsen


ROD XXL er keilujárnið sem Íslendingar hafa lengi beðið um og heldur betur beðið spenntir eftir! XXL er lengri útgáfa af ROD VS4 sem er í miklu uppáhaldi hjá landanum, en fjarkinn er keilujárn sem gerir klassískar og mjúkar krullur. Þessi nýja lengd gerir það sérstaklega þægilegt að krulla sítt hár. 

En hvernig verða nýjar vörur til? Hvernig verður hugmynd að veruleika? Hvernig varð lítil hugmynd sem kviknaði á Íslandi á endanum að nýju og glæsilegu raftæki í vörulínu HH Simonsen? 

Allir sem vinna í skapandi geira vita að innblástur getur komið hvaðan og hvenær sem er. Hjá sumum lýstur honum niður eins og eldingu á meðan aðrir þurfa að lesa, rannsaka, hugsa, skissa og reyna aftur og aftur áður en hugmyndirnar fara að mótast.

Oft koma hugmyndir að nýju tæki eða nýrri vöru hjá HH Simonsen út frá vandamálum sem við tökumst á við í daglegu lífi. Frá því sem við heyrum frá hárgreiðslufólki um allan heim og því sem við sjáum sjálf í speglinum heima. 

Í tilfelli ROD XXL var innblásturinn sóttur til Íslands og er Baldur Rafn Gylfason, eigandi Bpro, í raun heilinn á bak við hönnunina á þessu geggjaða járni.

„Fyrir nokkrum árum fór ég með þá hugmynd til HH Simonsen að það væri geggjað að gera lengri ROD VS4 sem er alltaf vinsælasta keilan á landinu. Lengra járn fyrir síðara og þykkara hár EÐA fyrir styttra hár þar sem hægt væri að dreifa hárinu betur á járnið og fá þannig lengri liði sem myndu þá auðvitað ekki stytta hárið eins mikið.“ sagði Baldur. „Þeim fannst hugmyndin góð og eftir samræður við fagfólk og aðra dygga aðdáendur HH Simonsen hér á landi og þegar þeir sáu alvöruna hjá okkur með þetta var ákveðið að láta þennan draum okkar rætast. Undanfarin ár höfum við því verið í beinu sambandi við HH Simonsen til að hjálpa þeim að gera þetta að veruleika og erum við að sjálfsögðu sjúklega stolt af þessu verkefni sem er loksins tilbúið!“

HH Simonsen ROD XXL extra langt keilujárn krullujárn ROD VS4

Önnur spennandi nýjung frá HH Simonsen er XS blásarinn, en hann er sönnun fyrir því að margur er knár þótt hann sé smár! XS er minnsti blásarinn frá HH Simonsen en jafnframt einn sá kraftmesti, með 2000-vatta mótor þó hann sé einungis 430g. Hann er með ionic tækni sem takmarkar frizz og gerir hárið silkimjúkt og glansandi og er einstaklega þægilegur og hljóðlátur.

HH Simonsen hárblásari XS dreifari blásari með dreifara

Þessari geggjuðu nýjungar lenda á landinu í vikunni og styttist því í að þær verði komnar á sölustaði um allt land. Þú getur séð lista yfir sölustaði HH Simonsen hér

Kveðja,
Bpro


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published