Spennandi nýjungar frá Davines


Það eru jólin alla daga hérna hjá okkur í Bpro en nokkrar spennandi nýjungar frá Davines lentu hjá okkur í þessari viku.

Love Smoothing

Tvær nýjar vörur bættust við Love Smoothing fjölskylduna nú á dögunum, en það eru Instant Mask djúpnæringin og Perfector serumið.

Love Smoothing Instant Mask

Love Smoothing Instant Mask er hraðvikur maski sem mýkir og nærir gróft og úfið hár. Hann þarf aðeins 30 sekúndur til að ná fullri virkni sem gerir hann gríðarlega auðveldan í notkun.

Maskinn minnkar óæskilega lyftingu og hemur hárið auk þess sem hann mýkir, nærir og dregur samstundis úr úfnum hárum. Hann er þess vegna tilvalinn fyrir þá sem ætla að slétta hárið en hann undirbýr og auðveldar fyrir sléttun auk þess sem hárið fær fallega slétta og glansandi áferð.

Davines Love Smoothing Instant Mask

Love Smoothing Perfector

Love Smoothing Perfector er mýkjandi serum sem vinnur á úfnum hárum og hitaver hárið allt að 230°C sem gerir það tilvalið þegar slétta á hárið. Serumið hentar vel til að ná náttúrulegri mýkt og létt áferðin auðveldar mótun án þess að efni safnist upp.

Davines Love Smoothing Perfector

Oi/ Body Scrub

Oi línan er í uppáhaldi hjá ansi mörgum og nú hefur drauma varan bæst við úrvalið: Oi Body Scrub.

Oi Body Scrub er djúphreinsir fyrir líkamann sem fjarlægir dauðar húðfrumur, endurnýjar húðina og frískar hana. Hann inniheldur svart charcoal sem hreinsar og afeitrar og gefur milda djúphreinsun og roucou olíu sem mýkir húðina og gefur henni ljóma. Hann örvar blóðrás húðar og losar um eiturefni og óhreinindi

Davines oi body scrub djúphreinsir fyrir líkama

More Inside Invisible Dry Shampoo

More Inside Invisible Dry Shampoo er þurrsjampó fyrir allar hárgerðir sem frískar upp á hárið og hársvörðinn án þess að skilja eftir efnisleifar. Það dregur í sig olíur og ólykt auk þess sem það gefur lyftingu og fyllingu og gerir hárið silkimjúkt. 

Davines invisible dry shampoo þurrsjampó

Kíktu í heimsókn á næstu Davines stofu til að skoða allar þessar spennandi nýjungar betur. 


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published