Ný merki, nýr bransi, þvílík gleði!


Það er allt að frétta af okkur í bpro þessa dagana. Við erum auðvitað heildverslun en við teljum okkur vera aðeins meira en það og lítum kannski frekar á okkur eins og gourmet búð fyrir fagfólk í hár- og snyrtigeiranum.
Eitt af mínum aðal markmiðum þegar ég stofnaði bpro árið 2010 var að reyna að gera allt sem í mínu valdi stæði til að byggja undir fagmensku í mínum bransa. Það er ekki nóg að mínu mati að panta og flytja inn allskonar vörur. Við eigum svo rosalega mikið af flottu og færu fagfólki og það þarf að sýna því virðingu með því að byggja undir þær vörur sem við erum með, með námskeiðum, vöruþekkingu, fá erlenda fagmenn til að deila sinni þekkingu og passa að merkin segi sitt og séu falleg allstaðar þar sem þau koma fram, hvort sem er á prenti, á samfélagsmiðlum eða annars staðar. Ég held að það kallist bara að hafa hjarta fyrir því sem maður gerir og það gerir mann stoltan.
Ég hef farið eftir minni sannfæringu frá byrjun með að hlaða ekki inn endalaust af merkjum. Það væri ekkert mál þar sem okkur hefur gengið vel og við unnið mörg verðlaun erlendis þannig að það er mikið í boði, en ég tel að til að vera gourmet er ekki hægt að segja að allt sé best og ekki hægt að sýna öllu sömu virðingu hugsanlega.
Nýjasta viðbótin í okkar gourmet úrval hjá bpro eru húðmeðferðarvörurnar Comfort Zone og hliðarlína frá þeim sem heitir Skin Regimen. Þetta eru lúxus vörur og er sami eigandi af því og okkar fallega hárvörumerki Davines. Það tæki langan tíma að telja upp allt það góða sem þeir eru að gera, en fyrirtækið leggur mikið upp úr því að stuðla að sjálfbærni og að hafa jákvæð áhrif á fólk og umhverfi. Það er þeim mikilvægt að hugsa vel um jörðina okkar að öllu leiti og þeir eru sem dæmi búnir að kolefnisjafna allt tengt framleiðslunni sinni í mörg ár.  
Comfort Zone er ótrúlega magnað og spennandi merki. Markmið þeirra er að rækta fegurð innra með okkur og í kringum okkur og stuðla að meðvituðum lífsstíl með lausnum sem byggðar eru á háþróuðum vísindum.
Húðin er markmiðið, vísindin leiðbeinandinn og sálin það sem gerir Comfort Zone einstakt, en merkið býður upp á meðferðir og vörur fyrir allar húðgerðir og húðástand.
Ég er líka yfir mig spenntur fyrir Skin Regimen, en þeir koma inn á markaðinn með alveg nýja nálgun við húðumhirðu fyrir nútíma fólk sem lifir hröðu og krefjandi lífi. Vörurnar draga úr áhrifum streitu og mengunar til að hjálpa okkur að líta sem best út alla daga. /skin regimen/ cleansing cream og night detox maskinn eru geggjuð blanda og ég hef yngst um mörg ár síðan ég fór að nota þessar vörur!
 
Fyrir bpro að fá svona flott merki inn til okkar þýðir aðeins eitt, að við þurfum að leggja okkur 100% fram og sýna merkinu þá virðingu sem það á skilið eins og við höfum gert með okkar hárvörur. Ég er stoltur að fá þetta tækifæri og hvað þá ef það hugsanlega er líka að stuðla að bættri jörð. Fyrir mér er þetta bara mikil ábyrgð sem þarf að standast svo allt verði fallegt og rétt gert, þar er ég líka í topp málum því það er eins og ég hafi líka fengið að velja gourmet lið mér við hlið. Við erum ansi mörg í bpro og er ég ekki minna stoltur af mínu gengi sem gefur ekkert eftir í þeim kröfum sem okkur eru settar frá okkar merkjum úti í heimi.
Það er annars mikið í gangi hjá bpro og bara almennt hjá okkar merkjum.
Við fórum stór hópur af fólki til London á vit ævintýranna í byrjun október að skoða nýjustu tísku í hárheiminum. Um miðjan mánuðinn vorum við svo með risa ráðstefnu fyrir hár- og snyrtigeirann á Hilton Reykjavík Nordica. Þar keyrðum við okkur í gang fyrir eina af okkar aðal törnum, blessuð jólin. Við vorum með helling af spennandi fyrirlestrum auk þess sem við kynntum allar nýjungar fyrir okkar góðu viðskiptavinum sem munu svo vonandi deila kraftinum áfram til sinna viðskiptavina.
Á nýju ári verðum við svo með fjölda námskeiða og námsferðir erlendis, en til að vera fagmaður þarf að halda sér við og við erum stolt af því að okkar viðskiptavinir eru alltaf að mennta sig. Það kemur stundum umræða um verslun á netinu erlendis eða að einhverjar hár- eða snyrtivörur sé hægt að versla ódýrara einhversstaðar. Það er oft rétt en án okkar og flotta fagfólksins sem sækir sér þekkingu hérlendis og erlendis værum við að missa af miklu og því gríðarlega mikilvægt að byggja eins vel undir og vernda þær fag stéttir sem við eigum.
Við erum sjúklega stolt af öllum merkjunum okkar og öllu flotta fagfólkinusem við vinnum með!
Bestu kveðjur, 
Baldur Rafn 
 

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published