Ný lína í Naturaltech: Elevating


Eftirspurn eftir meðferðum á hárgreiðslustofum fyrir bæði hár og hársvörð hefur aukist mikið síðustu ár auk þess sem sífellt fleiri notfæra sér þær heimameðferðir sem eru í boði. Naturaltech línan frá Davines samanstendur af vörum og meðferðum sem eru sérstaklega hannaðar til að fyrirbyggja og vinna á þeim hár- og hársvarðarvandamálum sem algengust eru meðal fólks og er alltaf að bætast í vöruúrvalið. Nú á haustdögum var uppfærð vörulína kynnt en þar á meðal eru nýjar formúlur og nýjar vörur innan þriggja fjölskyldna í Naturaltech línunni auk þess sem heil ný fjölskylda bættist við vöruúrvalið. 
ELEVATING er ný fjölskylda innan Naturaltech línunnar sem er sérhönnuð til að efla virkni meðferða og upplifun á meðan á meðferð stendur.
Í Elevating línunni eru fjórar öflugar vörur. 

ELEVATING SCALP RECOVERY TREATMENT er rakagefandi leave-in meðferð sem inniheldur Microbiotic Booster og hentar vel fyrir þurran eða viðkvæman hársvörð. Meðferðin kemur jafnvægi á hársvörðinn og ver hann meðal annars fyrir mengun. Það er tilvalið að nota þessa meðferð eftir litameðferð til að koma jafnvægi á hársvörðinn og gefa raka en mælingar hafa sýnt að rakastig í hársverði jókst um 23% samstundis eftir fyrstu notkun. 
Bpro Davines Naturaltech Elevating
ELEVATING CLAY SUPERCLEANSER er meðferð sem er einungis í boði á stofu. 100% náttúrulegu leirduftinu er blandað saman við sjampó úr Naturaltech línunni til að djúphreinsa og afeitra hár og hársvörð. Hreinsirinn losar burt óhreinindi og dregur úr umfram sebum framleiðslu auk þess sem hann gefur léttleika og ferskleika og hreinsar hár og hársvörð einstaklega vel.
Bpro Davines Naturaltech Elevating
ELEVATING MASSAGE OIL er nuddolía sem hentar vel í höfuðnudd fyrir þvott og handanudd á meðan á meðferð stendur. Olían inniheldur fjölglýseríð sem umbreytast þegar efnið kemst í snertingu við vatn og er þar af leiðandi auðvelt að skola olíuna úr hárinu. Hún inniheldur sæta möndluolíu sem er rík af fitusýrum og er góð fyrir hár og húð sem skortir raka og teygjanleika.
Bpro Davines Naturaltech Elevating
ELEVATING FRAGRANCE er heimilisilmur sem eykur upplifun og ýtir undir slökun í meðferðum. Frískandi ilmur sem hreinsar andrúmsloftið og skapar dásamlega upplifun.
Bpro Davines Naturaltech Elevating

Þú finnur lista yfir sölustaði Davines hér

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published