Gjafaöskjur frá Davines


Njóttu þess að gefa 

Gjafaöskjurnar frá Davines eru jólagafir sem nýtast vel og gjafir sem gleðja. Gjafir sem hægt er að endurnýta og umhverfisvænar gjafir sem enginn fær samviskubit yfir.  Endurnýtanlegar (og kolefnisjafnaðar!) öskjurnar innihalda dásamlegar blöndur af okkar uppáhalds hárvörum frá Davines. Þetta árið eru þær átta talsins og ættu allir að geta fundið öskju við sitt (eða sinna) hæfi.   
Bpro davines jólagjafir gjafaaskja gjafaöskjur     Bpro Davines jólagjafir jólagjöf gjafaöskjur
Öskjurnar eru gerðar úr 100% FSC vottuðum, endurunnum pappír og plastið í hárvörunum er endurunnið plast eða plast úr endurvinnanlegu lífrænu plastefni. Framleiðslan er kolefnisjöfnuð að fullu og notar eingöngu endurnýjanlegar orkulindir. Öskjurnar og umbúðirnar á vörunum er hægt að endurvinna að fullu.


Gjafaöskjurnar í ár eru einstaklega fallega myndskreyttar. Davines vörurnar verða að söguhetjum í ímynduðum heimi sem lifnar við. Í fullkomnu jafnvægi við náttúruna og alheiminn, sýna vörurnar okkur hvernig við eigum að hugsa um náttúruna og leysa umhverfisvandamál, fallegur draumur sem getur auðveldlega orðið að veruleika.
     bpro davines jólagjafir gjafaöskjur
Þú getur skoðað úrvalið af gjafaöskjum frá Davines hér.
Lista yfir sölustaði Davines má finna hér
 

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published