Með nýtt hár í fríið


Hárið á Lilju Ósk Sigurðardóttur, snyrtipenna Smartlands, var farið að láta á sjá eftir öra litun og almennt álag. Nú heldur hún á vit ævintýranna á Ítalíu og fékk hún snillinginn hana Söru Anitu Scime á Kompaníinu til að bjarga gulu og þurru hárinu fyrir ferðina. 
Til að kæla gula tóninn notaði Sara strípuefni og kalda liti frá Davines og Cool Blonde sjampó og næringu frá label.m sem er með náttúrulegum fjólubláum pigmentum sem fjarlægja gyllta og gula tóna. Útkoman varð nákvæmlega eins og Lilja vildi: „Ljós en kald­ur tónn og hreyf­ing í hár­inu með fín­leg­um stríp­um. Hárið er mjúkt, aft­ur kom­inn létt­ur gljái í það.
Til að viðhalda kalda tóninum heldur Lilja í fríið með Cool Blonde í snyrtitöskunni en einnig pakkaði hún Sun Edition línunni frá label.m. Sun Edition samanstendur af after sun sjampói og maska, prótein spreyi og hárolíu sem í sameiningu vernda hárið fyrir hita, sól, klór og sjó svo hárið komi hamingjusamt heim úr fríinu! 
Smelltu hér til að lesa allt um heimsókn Lilju til Söru á Kompaníinu. 

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published