Maskne - hvað er það?


„Maskne“ er stytting á ensku orðunum mask acne sem lýsir húðástandi sem myndast við mikla grímunotkun. Á þessum fordæmalausu tímum er okkur skylt að nota grímur í návígi við fólk sem við umgöngumst ekki daglega, sem þýðir að flest okkar finna fyrir einhverjum óþægindum af þessum sökum. En málið er að of mikil grímunotkun getur haft neikvæð áhrif á húð í andliti. Birtingamyndirnar geta verið af ýmsum toga, m.a. bólur, roði og erting í kringum munn, á kinnum og kjálkasvæði.

Þetta gerist vegna þess að sviti, húðolíur, raki og bakteríur blandast saman í lokuðu umhverfi undir grímunni. Gríman veldur líka ertingu vegna núnings við húðina sem veldur skemmdum á varnarhjúp húðar.

Þetta er í raun húðástand sem heitir mechanica sem er húðvandamál af völdum þrýstings, núnings, nuddi, kreisti eða því að teygja húðina. Þetta er ólíkt hefðbundnu acne sem er tilkomið vegna hormóna, og myndast það aðeins þar sem gríman liggur á húðinni. Heilbrigð húð hefur eðlilegt magn af bakteríum og gerlum sem lifa þar góðu lífi, en þegar húðholurnar stíflast þegar húðin svitnar undir grímunni, þá fjölga þessar bakteríur sér og valda bólum og jafnvel kýlum. Þetta, í bland við núning frá grímunni, veldur því að húðin hreinlega fer í algert rugl. Þegar gríman nuddast við þurra húð geta hársekkir í andliti opnast og gefið bakteríum greiðan aðgang að húðinni og þetta veldur sýkingum og bólumyndun.

Eins og gefur augaleið er nauðsynlegt að meðhöndla maskne húð rétt. Það sem við viljum umfram allt gera er að auka endurnýjun húðar. Alltaf yfirborðshreinsa hana tvisvar á dag með /skin regimen/ cleansing cream eða Essential Milk frá [comfort zone] og djúphreinsa hana tvisvar til þrisvar í viku með /skin regimen/ enzymatic powder eða Essential Scrub frá [comfort zone] og nota góðan raka sem hentar þinni húðgerð. Eins getur verið gott að bæta ávaxtasýrum inn í daglega húðumhirðu eins og til dæmis Sublime skin peel pads frá [comfort zone] til að auka frumuendurnýjun enn frekar. Það er nauðsynlegt að nota maska sem hentar þinni húðgerð 1x í viku. [comfort zone] býður upp á gott úrval af möskum fyrir allar húðgerðir og húðástand. Gott er að nota Active Purness Corrector frá [comfort zone] staðbundið á bólur og útbrot. Hér má sjá lista yfir sölustaði [comfort zone].

Það er mjög gott að undirbúa húðina vel undir grímunni og sniðugt að sleppa því að vera með gloss eða varalit þar sem það klínist auðveldlega í grímuna og getur þá smitað í húðina í kring um munninn auk þess sem það styttir líftíma grímunnar. Ekki nota mikið af þykkum farða heldur velja jafnvel léttari og rakameiri farða. Það þarf að næra húðina vel og lykilatriði er að skipta reglulega um grímu, sérstaklega ef um pappagrímu er að ræða. Það er best fyrir húðina að nota grímu úr bómull eða silki og þvo hana eftir hverja notkun. Þá mælum við með hreinsiefninu Disicide Laundry sem sótthreinsar þvott við 30°C.


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published