Ljóst hár eða ljóst hár?


Ljóst hár er ekki það sama og ljóst hár. Ljóst hár getur verið allskonar á litinn og bæði í köldum og heitum tónum. Vegna þess hvað hann getur verið breytilegur er ljósi liturinn alltaf jafn vinsæll - allt frá fáguðum lit Grace Kelly yfir í munúðarfullan lit Brigitte Bardot og Marilyn Monroe eða uppreisnargjarnan lit Madonnu. 
En hvaða ljósi litur hentar þér, þínum húðtóni og þínum persónuleika?

Öskutónn - náttúrulegur og viðhaldslítill

Náttúrulegur og einfaldur ljós litur sem auðvelt er að púlla en hentar sérstaklega þeim sem eru með kaldan húðtón.
Liturinn þarfnast minna viðhalds þar sem þar sem öskutónn missir ekki glans eins og aðrir, djarfari ljósir litir. Fyrir aukinn glans mælum við með hárolíu eða annarri mótunarvöru sem gefur glans.

Ljóst hár með aflitunarstrípum – fyrir aukinn glans

Ef þú ert með ljósan lit fyrir eru aflitunarstrípur góð leið til að gera litinn bjartari og líflegri. Útkoman er afar sumarleg en með aðstoð fagaðila er hægt að ná þessum björtu tónum allt árið um kring. Aflitunarstrípur henta bæði í heita og kalda tóna, virka vel til að fela gráu hárin og eru gott fyrsta skref þegar lýsa á dekkri lit.
aflitunarstrípur ljóst hár með strípum

Ombré

Undanfarin ár hefur svokallað Ombré verið vinsælt en þá eru endarnir lýstir og rótinni haldið dekkri. Þetta hentar best í millisítt eða sítt hár svo stigvaxandi breytingin á litnum fái að njóta sín og er oft auðveldara að viðhalda en aðrir ljósir litir vegna dökku rótarinnar.
Lýsingin í endana getur verið mis djörf og með mis miklu kontrasti við rótina.
Við minnum á mikilvægi þess að hugsa sérstaklega vel um mikið aflitað hár og næra það vel. Gott er að nota alltaf góða hárnæringu og djúpnæra hárið reglulega.

Bronde = Blonde + Brown

Það þurfa allir að prófa að vera ljóshærðir að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Þegar hárið er mjög dökkt fyrir er gott að fara hægt í sakirnar og byrja ef til vill á ljósum lit í dekkri kantinum... litur sem kalla mætti bronde!
Orðið bronde er sameining orðanna brown og blonde, en þó nafnið sé einfalt er ekki endilega jafn einfalt að finna hinn fullkomna bronde lit. Til að forðast allt klúður mælum við gegn öllum DIY ævintýrum!
bronde ljóst hár 

Hunangsblond – náttúrulegir tónar

Hinn sívinsæli hungangsblond litur er til í alls kyns litatónum – allt frá kopar yfir í karamellu eða gyllta tóna. Hunangsblond er náttúrulegur litur sem er auðvelt að viðhalda sem gerir hann að hinum fullkomna lit þegar þú vilt lýsa hárið án þess að fara í of djarfar breytingar. Þessi litur er sérstaklega skemmtilegur í síðu, liðuðu hári þar sem ljós fellur afar fallega á mis-ljósa lokkana.

Platínum ljós – kaldasti kaldi ljósi liturinn

Platínum ljóst er mjög djarfur litur sem aðeins fagaðilar ættu að reyna við til að tryggja að ekki sé farið illa með hárið.
Mikið efnameðhöndlað hár verður viðkvæmt og brothætt og því mikilvægt að hugsa rétt um það. Það er nauðsynlegt er að nota sjampó og hárnæringu sem eru sérstaklega ætluð fyrir aflitað eða efnameðhöndlað hár og nota djúpnæringu og uppbyggjandi meðferðir reglulega.
Ráðfærðu þig við þinn fagmann og finndu fullkomna ljósa litinn fyrir þig!
 

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published