Ljómandi ljósir lokkar


Heart of Glass er nýjasta línan frá Davines en hún er sérstaklega hönnuð fyrir náttúrulega ljóst eða litað ljóst hár.

Línan samanstendur af fjórum vörum sem styrkja, vernda og næra hárið ásamt því að viðhalda lit, vinna gegn óæskilegum tónum og gefa ljóma.

Davines Heart of Glass blonde care fjólublátt sjampó fyrir litað ljóst eða aflitað hár

Ljóst hár, allt frá náttúrulega ljósu yfir í aflitað, þarf sérstaka athygli og aukna umönnun til að halda því heilbrigðu og glansandi. Hér er leiðarvísir okkar fyrir það hvernig best er að hugsa um ljóst hár heima við!

Ljóst hár er afar viðkvæmt og getur t.d. tapað glans í sólinni, saltvatni eða klór. En með réttum vörum og réttri hárumhirðu er mögulegt að varðveita náttúrulegan gljáa hársins.
Davines Heart of Glass sjampó næring og meðferð fyrir litað ljóst og aflitað hár

#1 – Blátt sjampó til að skerpa á ljósa litnum

Til að viðhalda glansi í ljósu hári mælum við með bláa sjampóinu úr Heart of Glass línunni - Silkening Shampoo.  
Sjampóið inniheldur þykkni úr Jagua ávextinum sem lífgar upp á og skerpir alla ljósa liti og vinnur gegn óæskilegum, heitum tónum.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR: Berið í rakt hár og hársvörð og nuddið létt. Skolið vel úr og endurtakið eftir þörfum. 
Davines Heart of Glass silkening shampoo blátt fjólublátt sjampó fyrir litað ljóst hár aflitað Davines Heart of Glass silkening shampoo blátt fjólublátt sjampó fyrir litað ljóst hár aflitað Davines Heart of Glass silkening shampoo blátt fjólublátt sjampó fyrir litað ljóst hár aflitað

#2 – Rík næring til að næra ljóst hár

Ljóst hár, og þá sérstaklega (en þó alls ekki eingöngu) hár sem hefur verið aflitað, þarf að meðhöndla með vörum sem styrkja hárið. Heart of Glass hárnæringin – Rich Conditioner – inniheldur Biacidic Bond Complex og Baobab þykkni sem lífga upp á hárið og gera ljósa litinn bjartari.  
Blái liturinn á næringunni kemur frá náttúrulegu þykkni Jagua ávaxtarins. Þetta er mikilvæg nýjung þar sem þetta gerir okkur kleift að forðast gervi litarefni.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR: Berið í handklæðaþurrt hárið í lengd og enda. Látið liggja í 5 mínútur, greiðið í gegn og skolið vel úr. Við mælum með að hárnæringin sé notuð í hvert skipti sem hárið er þvegið.
Davines Heart of Glass Rich Conditioner hárnæring fyrir litað ljóst hár aflitað 

#3 – Meðferð sem styrkir aflitað hár

Það er ekki bara litað ljóst og aflitað hár sem getur verið viðkvæmt og brothætt heldur einnig náttúrulega ljóst hár sem hefur verið mikið í sól eða sjó til dæmis. Til að næra og hemja hárið mælum við með Heart of Glass Intense Treatment meðferðinni amk einu sinni í viku. Formúlan inniheldur Biacidic Bond Complex – sem Davines á einkaleyfi á – sem endurbyggir hárið og kemur í veg fyrir frekari skemmdir.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR: Berið í lengd og enda. Látið bíða í 5-10 mínútir, greiðið í gegn og skolið vel úr. Því lengur sem meðferðin fær að bíða, þeim mun meiri verður virknin.  

#4 – Rakagefandi hitavörn sem gefur ljóma

Síðasta skrefið: Áður en hárið er þurrkað og stælað, notið Heart of Glass Sheer Glaze sem gefur raka og glans auk þess sem það ver hárið fyrir hita og UV geislum sólar.
Inniheldur styrkjandi jurtaþykkni sem eykur teygjanleika og kraft hársins.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR: Notið 7-15 pumpur og dreifið jafnt í handklæðaþurrt hárið. Greiðið í gegn og mótið að vild.
  

Sérsniðin ráð fyrir allar tegundir af ljósu hári

Eins og með svo margt annað er stöðugleiki mikilvægur til að ná sem bestum árangri.  Vörurnar í Heart of Glass línunni virka best þegar þær eru notaðar reglulega og saman en hægt er að blanda þeim saman eftir því sem hentar hverjum og einum. 
Náttúrulegt ljóst hár, heitir og kaldir tónar
Í HVERJUM ÞVOTTI
Silkening Shampoo +
Rich Conditioner eða
Sheer Gaze
EINU SINNI Í VIKU
Silkening Shampoo +
Intense Treatment +
Rich Conditioner eða
Sheer Glaze
Litað ljóst og lítið aflitað hár
Í HVERJUM ÞVOTTI
Silkening Shampoo +
Rich Conditioner +
Sheer Glaze
EINU SINNI Í VIKU
Silkening Shampoo +
Intense Treatment +
Rich Conditioner (ef þörf er á) + Sheer Glaze
Aflitað ljóst hár           
     
Í HVERJUM ÞVOTTI
Silkening Shampoo +
Rich Conditioner +
Sheer Glaze
TVISVAR Í VIKU
Silkening Shampoo +
Intense Treatment +
Rich Conditioner +
Sheer Glaze 

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published