Langir dagar, stuttar nætur og sólskin


Það er dásamlegt þegar að sólin fer að hækka á lofti og við förum að njóta geisla hennar og hita. En eins dásamleg og sólin er þá er skaðsemi hennar á húð og hár mikil. Jafnvel þegar skýjað er úti þá skaðar sólin okkur. Neikvæð áhrif sólar á húðina eru ekki síðri en af völdum reykinga og umhverfismengunar hvað varðar hrukkumyndun, litabreytingar, rakatap, frumuskemmdir og húðkrabbamein.
Það eru þrjár gerðir sólargeisla sem valda hvað mestum skaða; UVA, UVB og UVC.
UVC geislarnir valda skaða í mikilli hæð s.s. á fjöllum og yfirleitt er talið að osonlagið verndi okkur fyrir þeim. Hins vegar hefur mannkynið valdið miklum skaða á osonlaginu og eru komin stór göt í það og ekki lengur hægt að treysta á vernd þess. Sólavörn með zink-oxíð veitir vörn gegn UVC geislum.
Það er mjög mikilvægt að nota alltaf breiðvirka sólarvörn sem verndar okkur sem mest og þá horfum við helst á UVA og UVB vörn.
UVA geislar eru mýsnar sem læðast því við finnum ekki alltaf fyrir þeim. Þeir komast í gegnum gler í bílum og húsum þannig að ef að við sitjum við glugga alla daga að þá mun sólin valda húðinni skaða. UVB geislar komast almennt ekki í gegnum gler. Svo megum við ekki gleyma bláu geislunum sem koma frá skjátækjum s.s. tölvum, snjallsímum og spjaldtölvum en þeir skaða ekki bara augun því rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir brjóta niður kollagen og elastín húðar og valda ótímabærri öldrun. Þennan skaða er hægt að minnka með því að stilla skjátæki á blue filter eða fá hreinlega blue filter filmu til þess að líma yfir skjáinn á tækinu. Einnig eru til sérstakar varnir fyrir húðina sem vernda gegn bláum geislum og þær þarf að nota allan ársins hring.
Það er nánast ómögulegt að viðhalda æskuljóma húðar án þess að nota sólarvörn daglega. Öll vera í sól, sama hversu stutt, mun skaða húðina. Flest höldum við að það sé nóg að nota sólarvörn þegar við förum í sund, sólbað eða þegar að við ætlum að eyða lengri tíma utandyra. En staðreyndin er sú að sólarskaði og frumuskaði byrjar um leið og við löbbum út úr húsinu í dagsbirtu.
Margir velta fyrir sér hvað SPF þýðir og hver er munurinn á t.d. SPF 30 og SPF 50. SPF stendur fyrir sun protection factor og talar þá um verndarstyrk gegn UVB sem eru geislarnir sem valda frumuskaða og húðkrabbameini. Ef þú getur verið í sól í 10 mínútur án þess að roðna þá ætti SPF 30 að leyfa þér að vera í 30x þann tíma án skaða sem eru c.a. 300 mínútur, og þá væri SPF 50 vera í sólinni 50x tíminn sem þú getur verið án þess að roðna. En það miðast við að þú sért dugleg(ur) að bera á þig reglulega og alls ekki sjaldnar en á tveggja tíma fresti. Þættir sem þarf einnig að taka til greina er staðsetning við miðbaug jarðar og tegund útiveru, t.d. skiptir málið hvort þú ert úti í garði eða í sundi því það hefur áhrif á endurkast og styrk sólargeisla.
[comfort zone] býður upp á mjög gott úrval breiðvirkra sólarvarna (UVA og UVB) sem eru bæði góðar fyrir þig og umhverfið. Margir gera sér ekki grein fyrir því hvaða áhrif sólarvörn getur haft á umhverfið og þá sérstaklega lífríki sjávar, en í stuttu málið skolast sólarvarnarfilterar af húðinni í vatni og aflita og drepa kóralrifin sem eru regnskógar sjávar. Sólarlínurnar eru tvær Sun Soul og Water Soul. Engin sólarvörn er algjörlega vatnsheld eða svitaheld sama hvað stendur á umbúðunum. En þær geta verið vatnsþolnar eða svitaþolnar, yfirleitt er talað um í 40 mínútur eða 80 í mínútur. Sun Soul ver í 40 mínútur og Water Soul í 80 mínútur. Water Soul hentar betur fyrir þá sem eru mikið í vatni eða veiði. Sun Soul hentar vel fyrir almenna notkun fjölskyldunnar.
/skin regimen/ býður upp á sólarvörn fyrir andlit. Urban Sheild SPF 30  verndar gegn UVA/UVB og vinnur gegn mengun ásamt því að gefa húðinni ljóma, og jafna húðtón. Hentar vel til daglegrar notkunnar allt árið um kring og fyrir þá sem eru mikið við skjátæki.

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published