Vara mánaðarins frá label.m


Vara mánaðarins frá label.m í febrúar er engin önnur en ofurstjarnan og uppáhald okkar allra:

Anti-Frizz!

Línan samanstendur af 7 dásamlegum vörum sem eru hannaðar til að veita góðan raka og næringu, eyða frizzi og gefa slétta áferð. Vörurnar innihalda formúlur með mikla virkni og henta öllum hárgerðum. Þær gera við og styrkja hárið og hafa langvarandi áhrif.
Mediterranean Fruit Complex er formúla sem inniheldur kraft úr lífrænum, grænum mandarínum sem næra, vernda og róa, einiber sem styrkja og róa trefjarnar í hárinu til að draga úr frizzi og kraft úr lífrænum myrtuberjum sem gera við og vernda gegn oxun til að verja lit hársins. 
Tree of Life Complex er formúla sem inniheldur Baobab olíu og kraft og Buriti olíu. Baobab olían gerir við skemmdir og verndar gegn sól og sindurefnum sem hjálpar til við að gefa hárinu fyllingu. Baobab krafturinn veitir langvarandi raka án þess að þyngja hárið. Buriti olían er rík af A vítamíni sem endurnærir hárið og gefur því raka sem stuðlar að sléttara og glansandi hári. Það verndar gegn hitaskemmdum og klofnum endum.
Anti-Frizz sjampóið er létt sjampó sem nærir og róar hárið. Það temur frizz og óstýrilátt hár og gerir hárið mjúkt og viðráðanlegt án þess að þyngja það. Hentar öllum hárgerðum.
Anti-Frizz næringin er hárnæring sem kemur stjórn á frizzið, sléttir úr flækjum og gerir hárið minna úfið. Það hentar öllum hárgerðum og gerir hárið slétt og silkimjúkt.
Anti-Frizz Mist er sprey með fínum úða sem styttir þurrktímann um allt að 35% þegar hárið er blásið. Spreyið er með hitavörn og anti-frizz eiginleikum sem hjálpa til við að gera hárið viðráðanlegra og verja það gegn áreiti og hitatækjum. Hentar fíngerðu til miðlungs grófu hári.
Anti-Frizz maskinn er róandi hármaski sem gerir hárið viðráðanlegra,gefur hárinu mikinn glans og hefur langvarandi áhrif. Hentar sérstaklega fyrir mjög gróft og óstýrilátt hár.
Anti-Frizz Lotion er krem sem róar frizz og úfning til lengri tíma og gerir hárið slétt, mjúkt og glansandi án þess að þyngja það. Hentar vel fyrir gróft og þykkt hár.
Anti-Frizz Cream er einstaklega nærandi krem sem vinnur á skemmdum í hári, endurbyggir strúktúr hársins, veitir aukinn styrk, minnkar frizz og gerir hárið heilbrigðara. Hentar fíngerðu til miðlungs grófu hári.  
Anti-Frizz Balm er krem sem róar þykkt, gróft og óstýrilátt hár með því að loka ysta lagi hársins. Hitanæm formúlan læsir úti raka sem hjálpar til við að viðhalda sléttu hári og lágmarka frizz án þess að draga úr fyllingu hársins. Hentar grófu og þykku hári. 
label.m hefur tekið saman þær vörur sem henta best fyrir fínt, miðlungs gróft og gróft hár, en þær má sjá hér: 

FÍNT HÁR

MIÐLUNGS GRÓFT HÁR

GRÓFT HÁR

Gleðilegan frizz-lausan febrúar! 
-bpro teymið-

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published