Markmið label.m er að veita innblástur og hlúa að sköpunargáfu og séreinkennum fagfólks og viðskiptavina um allan heim. Vörurnar eru hannaðar af öflugu alþjóðlegu teymi og innblásnar af tískupöllum heimsins, en label.m er eina opinbera hárvörulína tískuvikunnar í London þar sem hún hefur verið í frarabroddi frá árinu 2005.
Þessar margverðlaunuðu vörur eru fáanlegar á yfir 7000 hársnyrtistofum í 63 löndum, en við tókum saman nokkrar af okkar uppáhalds mótunarvörum til að deila með ykkur!
Powder to wax
Powder to wax er púður sem breytist í kremkennt vax sem gefur hárinu lyftingu frá rótinni og gefur þurra, matta áferð og miðlungs hald.

Blow Out Spray
Blow Out Spray, eða „hlýðnisprey“ eins og Baldur kýs að kalla það er fullkomið sprey í blásturinn. Spreyið ver hárið fyrir hita, gefur lyftingu og fyllingu og auðveldar mótun.

Brunette Dry Shampoo
Brunette Dry Shampoo frá label.m þekkja flestir dökkhærðir Íslendingar. Þurrsjampóið er ekki einungis frábært til að fríska upp á hárið á milli hárþvotta eða til að bæta áferð heldur hylur það einnig grá hár, rót og skalla í dökku hári. Algjört möst í baðskápinn hjá öllum með dökkt hár!

Texturising Volume Spray
Texturising Volume Spray er mest selda vara label.m á Íslandi. Frábært sprey sem gefur hárinu ákveðnari áferð og meiri lyftingu með haldi sem endist. Texturising spreyið sameinar kosti þurrsjampós og hárspreys og gefur lyftingu í rótina sem endist út daginn.

Þú getur séð allar mótunarvörurnar frá label.m hér.
Hver er þín uppáhalds?
Leave a comment