label.m 15 ára


Til að fagna 15 ára afmæli label.m og 15 ára samstarfi við London Fashion Week (2005-2020) hefur label.m tekið höndum saman við fatahönnuðinn IA London sem hlaut Ones to Watch verðlaun Fashion Scout á þessu ári. 

Í hjarta þessa spennandi samstarfs er gagnkvæm virðing beggja aðila fyrir listrænni tjáningu avant garde og djarfri framsetningu. IA London tengir grafíska hönnun, fatnað og fylgihluti sem eitt hugtak sem snýst um tísku sem tjáningu á stíl einstaklingsins. Þetta endurspeglar sýn label.m á að efla sérkenni hárs með hæfileikaríku listrænu teymi TONI&GUY sem tekur þátt í að þróa vörurnar sem eru notaðar á London Fashion Week.

label.m texturising volume spray sprey shine mist volume mousse dry shampoo hárvörur jól2020 jól 2020 jólagjafahugmyndir jólagjafahandbók

„Ég tók fyrst eftir Ira og hönnun hennar áður en við unnum að sýningunni hennar. Ég féll fyrir svipmikilli listrænni tjáningunni og hafði trú á að sterkt mynstur hennar yrði fullkomá tösku. Við erum vel þekkt í bransanum fyrir avant garde greiðslur og völdum því Indira Schauwecker til að stjórna aw20 sýningu IA London. Að geta verið í samstarfi við hönnuð á þennan hátt gerir TONI&GUY kleift að þróa spennandi verkefni utan tískupallanna með einstökum label.m aukahlutum, sem við getum svo komið beint til viðskiptavina okkar um allan heim sem hluta af hátíðarhöldum okkar á 15 ára afmælinu.“ segir Sacha Mascolo-Tarbuck, listrænn stjórnandi label.m og TONI&GUY.

label.m texturising volume spray sprey shine mist volume mousse dry shampoo hárvörur jól2020 jól 2020 jólagjafahugmyndir jólagjafahandbók

Myndin sem er á töskunni er úr línu IA London sem ber nafnið 15 SHADES OF ME en myndin byrjaði sem listaverk og endaði sem bakgrunnur á tískusýningu hönnuðarins á Fashion Scout. 

Taskan er unnin í samvinnu við Bags of EthicsTM og er framleidd á suður Indlandi þar sem 90% af starfsfólkinu eru konur. Bómullin í töskunni er frá býlum þar sem rigningarvatni er safnað og það notað til vökvunar og liturinn sem er notaður brotnar niður á skaðlausan hátt til að styðja við hreinni vatnsfarvegi. Taskan er vegan-friendly og afar endingargóð, en hægt er að nota hana 5.000 sinnum. 

Á meðan birgðir endast fylgir taska með þegar keyptar eru tvær vörur frá label.m!

Hér getur þú séð lista yfir sölustaði label.m.


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published