Kolefnisjöfnun fyrir framleiðslu á Davines vörum


Fyrir nokkrum árum síðan fór Davines í samstarf við LifeGate til að innleiða Zero Impact® stefnu (kolefnisjöfnun) fyrir umbúðir af Essential Haircare línunni og síðar SU sólarlínunni , OI línunni og More Inside móturnarvörulínunni. 

Með því að fylgja LifeGate Zero verkefninu bætir Davines upp fyrir þann koltvísýring sem losnar í andrúmsloftið við framleiðslu á vörunum. Það er gert með því að styðja við skógrækt í Kosta Ríka og Madagascar í samræmi við Kyoto sáttmálann. 

Með því stuðlar Davines að því að bæta upp fyrir það súrefni sem er tekið úr andrúmsloftinu. 

Davines var eitt af fyrstu ítölsku snyrtivörumerkjunum til að taka þátt í Zero Impact verkefni og hafði árið 2014 kolefnisjafnað fyrir 33.558,272kg af koltvísýringi. 

Á tíu ára afmæli verkefnisins fékk Davines verðlaun frá LifeGate sem Zero Impact Ambassador 2014 vegna framlags síns. 


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published