Kæri Jóli...


Skyld'a vera jólahjól
skyld'etta vera jólahjól
Nú eða sjampó, næring og ljómandi dagkrem?
Við tókum saman nokkrar skotheldar jólagjafahugmyndir fyrir þá sem vilja auðvelda sér gjafakaupin fyrir jólin og vera tilbúin með innkaupalistann! 
Fyrir hana:
Day & Night 
Gjafaaskja frá [comfort zone] sem inniheldur Hydramemory Cream og Renight Mask fyrir alla sem vilja dekra við húðina. Hydramemory Cream er 24 tíma tvöfalt rakakrem með ríkri "sorbet" áferð. Kremið inniheldur hýalúrónsýru sem gefur húðinni djúpvirkandi raka. Maskinn inniheldur vatnsrofið þykkni úr lycopen tómötum og lífrænt vottaða gojiberjaolíu. Hann hefur andoxandi virkni og endurnýjar húðina á meðan við sofum.
Diamond Dust Leave-In Conditioner
Hin sívinsæla leave-in næring frá label.m er fáanleg í glæsilegri gjafaöskju fyrir þessi jólin. Einstaklega létt kremkennt sprey sem nærir og gefur raka sem gerir hárið viðráðanlegra. Dregur úr flækjum, ver gegn skemmdum og gefur slétta áferð og glansandi lokaútkomu.
Ensemble sett
Lúxus sett frá MARC INBANE sem inniheldur La Hydratan rakakrem og Perle de Soleil brúnkudropa í fallegri hringlaga tösku. La Hydratan er lúxus rakakrem sem hentar til daglegrar notkunar á hreina húð. Það viðheldur eðlilegum raka húðarinnar og verndar húðina fyrir áreiti umhverfisins. Brúnkudropunum er blandað saman við rakakremið til að fá náttúrulegra brúnku. 
Fyrir hann:
The Shave Essentials
Falleg gjafaaskja frá /skin regimen/ sem inniheldur milt rakstursgel sem breytist í froðu og gefur mýkri og nákvæmari rakstur og hydra fluid, sem er rakagefandi, frískandi og sefandi krem með léttri áferð. Kremið hentar vel til daglegrar notkunar annað hvort eftir rakstur eða sem rakakrem fyrir blandaða til feita húð. Tilvalið í jólapakkann fyrir alla karla – líka með skalla!
label.men
Þegar keyptar eru tvær vörur úr label.men línunni frá label.m fylgja geggjaðir sokkar og lúxus snyrtitaska með. Hægt að blanda vörunum saman að vild; sjampó og næring eða uppáhalds mótunarvörurnar úr línunni! 
Fyrir unglinginn:
The Urban Detox
Gjafaaskja frá /skin regimen/ sem inniheldur cleansing cream og enzymatic powder. Cleansing cream er mildur, freyðandi yfirborðshreinsir með margþætta virkni. Hann verndar húðina gegn neikvæðum áhrifum mengunar ásamt því að fjarlægja SPF, farða, ryk og mengun. Enzymatic powder er duft sem breytist í freyðandi djúphreinsi þegar því er blandað við vatn. 
True Divinity sléttujárn 
True Divinity frá HH Simonsen er glæsilega hannað sléttujárn sem skilar framúrskarandi árangri hvort sem þú notar það til að slétta eða krulla. Titanium húðunin veitir einstaka tilfinningu og lokar rakann í hárinu inn svo það verður silkimjúkt. Í plötunum er þreföld verndun og Ionic innrauð tækni sem gerir það að verkum að hárið rafmagnast ekki. Járnið er létt og vinnuvistfræðilega hannað sem gerir það auðvelt og þægilegt að vinna með. True Divinity er fáánlegt í þremur nýjum litum fyrir þessi jól, Black Onyx, Dark Ruby og Orange Sapphire. 
Fyrir krulluna: 
Curl Define gjafabox 
Falleg gjafaaskja frá label.m sem inniheldur Curl Cream og Shine Top Coat úr Curl Define línunni. Curl Define Cream, nærandi krem sem er ekki skolað úr, er fullkomið fyrsta skref til að læsa inni rakann og móta mjúkar krullur og sporna gegn „frizzi“. Það inniheldur Coil-E Complex sem gefur hárinu meiri hreyfingu og styrkir það svo liðirnir verða skýrari. Curl Define Shine Top Coat er létt serum sem mótar krullur á sama tíma og það gefur hárinu verndarhjúp. 
LOVE curl
Gjafaaskja frá davines sem inniheldur LOVE curl sjampó og næringu og curl building serum úr More Inside línunni. LOVE curl sjampóið eykur teygjanleika og róar óstýrilátar krullur, gefur fyllingu og heldur hárinu léttu og mjúku. Næringin eykur teygjanleika og róar óstýrilátar krullur, gefur fyllingu og þyngir ekki hárið. Curl building serumið er tilvalið til að ná fram vel mótuðum og mjúkum krullum. Það eykur krullur í liðuðu hári, gefur þeim mýkt og skerpir form þeirra án þess að þyngja þær. Dregur úr "frizzi", verndar hárið gegn raka og gefur náttúruleg gljáandi áhrif.
Fyrir ræktarunnandann:
Style & Go 
Gjafaaskja frá label.m sem inniheldur þurrsjampó og hársprey í ferðastærð. Fullkomið í ræktartöskuna eða fyrir fólk sem er alltaf á ferðinni.
HH Simonsen Midi Styler
Sléttujárn í ferðastærð sem gefur stóru járnunum frá HH Simonsen ekkert eftir. Kraftmikið og handhægt og passar vel í veski eða íþróttatösku.
Wonder Brush
Ekkert flókið - bara besti flækjubursti í heimi!  
Fyrir dekurdýrið:
The Circle Chronicles Box
Gjafaaskja frá davines sem inniheldur alla The Circle Chronicles hármaskana. Geggjuð gjöf fyrir þá sem taka sér reglulega tíma í smá sjálfsdekur. 
 
MARC INBANE ilmkerti
Ilmkertin frá MARC INBANE eru handgerð og koma í munnblásnum glerglösum. Þau eru fáanleg í þremur dásamlegum ilmum og er hver ilmur fáanlegur í hvítu eða svörtu glasi. Pastéque Ananas ilmurinn er sætur með blóma og ávaxtakeim. Scandic Chic einkennist af blómum með viðar, vanillu og musku undirtónum. Djúpur og hlýr ilmur. Tabac Cuir ilmurinn einkennist af hinni klassíksu Chypre ilmblöndu sem hefur fágaða blöndu af sandalvið, bergamíu sem gefur léttan sítrusilm og hlýjan patchouli undirtón. 
Fyrir alla og þá sem eiga allt:
OI/ Box
OI/ gjafaaskjan frá davines inniheldur milt sjampó, næringu sem gefur einstaka mýkt, gljáa og fyllingu og olíu sem er hönnuð til að gera hárið mjúkt og gljáandi um leið og hún minnkar flókamyndun. Vörurnar í OI/ línunni henta öllum hárgerðum og eru því 
Tranquility
Gjafaaskja frá [comfort zone] sem inniheldur Tranquility Shower Cream og Tranquility Body Lotion. Sturtukremið verndar náttúrulegan raka húðarinnar og gefur góðan ilm og body lotionið gefur raka og gerir húðina silkimjúka. Kremin eru með ilmkjarnaolíum sem hafa slakandi áhrif á líkama og sál.
 
Fleiri jólagjafahugmyndir er hægt að skoða hér.
Lista yfir sölustaði hvers merkis má einnig finna hér á heimasíðunni. 
Jólakveðja,
bpro teymið

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published