Jólagjafahandbókin 2021


Það styttist óðum í jólin og margir farnir að leiða hugann að jólagjafakaupum (eða jafnvel langt komnir!). Við tókum saman nokkrar skotheldar gjafahugmyndir sem hægt er að styðjast við þegar farið er í gegn um gjafalistann. 

Fyrir þennan skeggjaða

Í Pasta & Love línunni frá Davines er að finna allt sem þarf fyrir rakstur og umhirðu skeggs. Rakstursgel, skeggolía og mótunarvörur eru meðal þess sem Pasta & Love línan hefur upp á að bjóða - tilvalið handa skeggjuðu einstaklingunum í þínu lífi.

Pasta & Love línan fæst meðal annars á Slippnum - Laugavegi, Sjoppunni - Höfðatorgi og Skuggafalli - Hafnarfirði.

Pasta & Love davines á Íslandi

Fyrir jólalokkana

Rod VS9 frá HH Simonsen er bylgjujárn og krullujárn í einum pakka! Klemmdu járnið yfir hárið til að mynda léttar bylgjur fyrir hið fullkomna beachy look eða renndu járninu yfir lokkana til að fá fallegar krullur eins og fást með sléttujárni eða keilujárni.

Hér getur þú séð lista yfir sölustaði HH Simonsen. 

HH Simonsen Rod vs9 bylgjujárn krullujárn

HH Simonsen rod 9 rod vs9 bylgjujárn krullujárn

Fyrir unglinginn

Fyrir unglinginn sem er e.t.v. að stíga fyrstu skrefin í almennilegri húðumhirðu er Daily Kit frá Skin Regimen tilvalin jólagjöf. Þessi fallega gjafaaskja inniheldur 75ml Cleansing Cream sem er mildur yfirborðshreinsir og 40ml Tripeptide Cream sem er andlitskrem með kælandi áferð. Frábær tvenna í þægilegri stærð fyrir snyrtitöskuna.

Þú færð Daily Kit frá Skin Regimen meðal annars í Elira, Smáralind. 

Skin regimen gjafaaskja jólagjöf handa unglinginum

Fyrir krulluna

Curl Cream frá HH Simonsen er krullukrem sem mýkir krullurnar og gefur þeim lyftingu og glans um leið og það dregur úr frizzi og þurrki. Draumur í dós fyrir allar krullur!

Þú færð mótunarvörurnar frá HH Simonsen á Portinu - Arnarhlíð 1, Beautybar - Kringlunni, Senter - Tryggvagötu og Ziva - Reykjanesbæ. 

HH Simonsen curl cream krullukrem

Fyrir dekurdýrið

Tranquillity kertið frá Comfort Zone er og verður alltaf uppáhalds ilmkertið okkar. Tranquillity ilmurinn er hjartað í Comfort Zone, en hann dregur úr streitu og kvíða, bætir svefngæði og veitir slökun á líkama og sál.

Þú getur séð lista yfir sölustaði Comfort Zone hér

Comfort Zone Tranquillity ilmkerti

Fyrir þann umhverfisvæna

Fyrr á þessu ári kynnti Davines til leiks fjögur dásamleg sjampóstykki úr Essential línunni. Sjampóstykkin koma í 100% endurvinnanlegum pappír, innihalda virk innihaldsefni frá Slow Food Presidia býlum og duga í allt að 40 þvotta. Umhverfisvæn og handhæg. Brilliant í ræktartöskuna þar sem engin hætta er á að eitthvað sullist.

Þú getur lesið allt um sjampóstykkin hér, en hér á síðunni er einnig að finna lista yfir sölustaði Davines.

Davines umhverfisvæn sjampóstykki

Fyrir ræktarunnandann

Midi Dryer frá HH Simonsen er kraftmikill hárblásari í ferðastærð sem er fullkominn í ræktar- eða sundtöskuna og frábær á ferðalögum.

Midi Dryer fæst á öllum helstu sölustöðum HH Simonsen á Íslandi. 

HH Simonsen Midi dryer ferðablásari hárblásari

Fyrir þykkt hár

Anti-Frizz línan frá label.m er línan sem allt þykkt og/eða gróft hár þarf og elskar, en línan er hönnuð til að veita góðan raka og næringu og útrýma frizzi.

Hér getur þú séð lista yfir sölustaði label.m.

label.m anti-frizz labelm fyrir þurrt gróft hár

Fyrir þroskaða húð

Gjafaaskjan Sublime Skin Kit frá Comfort Zone er dásamleg dekurgjöf en hún inniheldur Intensive Serum, andlitskream og augnkrem úr Sublime Skin líniunni. Nærandi og mýkjandi vörur sem þétta og vinna gegn ótímabærri öldrun.

Þú getur séð lista yfir sölustaði Comfort Zone hér en á öllum Comfort Zone snyrtistofum eru fagaðilar sem geta ráðlagt þér með rétt vöruval fyrir þig og þína. 

comfort zone sublime skin gjafaaskja jólagjöf handa mömmu

Fyrir fíngert hár

Liquid Spell frá Davines er töfravara sem hentar sérstaklega vel fyrir fíngert eða viðkvæmt hár. Mjúk froðan gefur náttúrulegan gljáa og fallega lyftingu sem endist. Tilvalið fyrir þá sem vilja smá auka volume út í daginn. 

Hér getur þú séð lista yfir sölustaði Davines. 

 davines liquid spell froða fyrir volume lyftingu í hárið

Fyrir þennan upptekna

Healthy Hair Mist er glæný vara frá label.m sem hentar öllum hárgerðum og er frábært fyrir fólk sem er á hraðferð! Healthy Hair Mist er létt, nærandi leave-in sprey sem inniheldur Aloe Vera og efni unnið úr sykurrófu sem mýkja hárið og gefa því glans.

Væntanlegt á alla sölustaði label.m í byrjun desember! 

 

 

label.m healthy hair mist label á Íslandi

Fyrir ljósa hárið

Heart of Glass gjafaboxið inniheldur sjampó, hárnæringu og hitavörn úr geggjaðri nýrri línu frá Davines: Heart of Glass. Nafnið á línunni er fengið að láni frá einu frægasta lagi söngkonunnar Blondie, en línan er einmitt hönnuð til að meðhöndla ljóst hár. Vörurnar hreinsa á mildan hátt, skerpa lit og næra hárið einstaklega vel, en ljóst hár á það til að vera þurrara en annað. 

Hér getur þú skoðað öll gjafaboxin frá Davines. 

Davines gjafabox heart of glass fyrir ljóst hár

Fyrir viðkvæma húð

Remedy Kit er falleg gjafaaskja sem inniheldur andlitskrem og yfirborðshreinsi úr Remedy línunni frá Comfort Zone. Remedy línan er róandi og nærandi fyrir þurra húð eða í mjög köldu loftslagi. Tilvalið á köldum og hráum vetrardögum á afskekktri eyju í Norður-Atlantshafi!

Hér getur þú fundið Comfort Zone snyrtistofu nálægt þér, en þær eru staðsettar um allt land.

Comfort Zone Remedy gjafaaskja jólagjafahugmyndir jól

Fyrir alla

Hýalúronsýru brúnkuspreyið frá Marc Inbane örvar kollagen framleiðslu húðarinnar sem gerir hana frísklega og sléttari. Spreyið mýkir húðina og gefur náttúrulegan lit sem aðlagast að húðlit hvers og eins. Bættu við Powder Brush förðunarburstanum fyrir hina fullkomnu tvennu fyrir sólkysst útlit í tæka tíð fyrir jólin.

Þú getur séð lista yfir sölustaði Marc Inbane hér

Marc inbane brúnkusprey fyrir jólin

Við minnum á mikilvægi þess að leyfa sér að staldra við og njóta og vonum að jólavertíðin verði gleðileg og stresslaus hjá öllum 🤍


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published