HH Simonsen Wetline - keratín bomba fyrir hárið


-Gestablogg frá Ísey, hársnyrti á Upp á Hár á Akureyri-
HH Simonsen er helst þekkt fyrir frábær krullu- og sléttujárn sem og góða hárblásara, en við sem notum þessi tæki mikið vitum að þau fara ekkert sérlega vel með hárið. Það sem gerist þegar hitatæki er notað á hárið er að keratínbygging þess veikist og hárið verður viðkvæmt. Keratín er prótein sem er eitt helsta byggingarefni hárs, húðar og nagla og því er mikilvægt að vinna á móti hitaskemmdum með góðum hárvörum sem innihalda keratín.

En hvernig veit maður hvort hárið vanti prótein eða raka?

Heilbrigt hár sem inniheldur rétt magn af próteini er sterkt, örlítið teygjanlegt og mjúkt. Hár sem slitnar auðveldlega, teygist rosalega mikið, er tyggjólegt, frizzy eða flækist auðveldlega getur þurft á góðum próteinvörum að halda. Hægt er að gera auðvelt próf til þess að sjá hvort próteinbygging hársins sé í lagi. Þegar hárið er blautt skaltu finna eitt hár á höfðinu, halda í sitthvorn endann og tosa mjúklega. Ef hárið teygist aðeins og fer svo aftur í sína upphaflegu lengd þegar því er sleppt er prótein og rakastig hársins í góðu lagi. Ef hárið fer ekki aftur í upphaflega lengd, virðist viðkvæmt eða slitnar eftir að teygt er á því vantar prótein í hárið. Ef hárið teygist ekkert þarf hárið raka og inniheldur jafnvel of mikið prótein. 
HH Simonsen Wetline keratín keratin boost

Aftur að snillingunum hjá HH Simonsen 

Þar sem undirstaða fyrirtækisins eru hármótunar tæki sem hita og skemma hárið með mikilli notkun er alveg frábært að nú er komin ný lína frá þeim, Wet Line. Þar er að finna flott úrval af sjampóum og næringum og nokkrar djúpnæringar sem allar innihalda keratín. Þessi lína lofar heilbrigðara og sterkara hári sem glansar eins og enginn sé morgundagurinn, og viti menn, hún virkar.
Sjálf hef ég verið að nota Repair og Color comboin auk Repair maskans síðustu vikur og finnst þessar vörur alveg frábærar. Hárið verður glansandi og brotnar minna þrátt fyrir að ég blási og slétti á mér hárið á nánast hverjum degi. Þar að auki hef ég notað Anti-Yellow sjampóið í viðskiptavini á stofunni og finnst það virka mjög vel. Það dregur úr gulum tónum án þess að hárið verði fjólublátt, nema ef það gleymist lengi í hárinu. 
HH Simonsen Wetline color shampoo sjampó fyrir litað hár
Í stuttu máli finnst mér frábært að finna hárvörur sem gera það sem er lofað utan á pakkningunni. HH Simonsen hefur tekist vel til með þessa línu og eftir frekar stutta notkun má fljótt finna mun á hárinu á sér, sjá meiri glans og finna aukna mýkt.
Ég mæli hiklaust með að prófa þessar frábæru vörur!
Bestu kveðjur,
Ísey
Hér er hægt að skoða Wetline frá HH Simonsen og hér er að finna lista yfir sölustaði HH Simonsen. 

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published