HH Simonsen vor/sumar 2022


SS22 collectionið frá HH Simonsen er heldur betur glitrandi og glæsilegt og bjartir litirnir koma okkur í gírinn fyrir sumarið framundan! Hvort sem þú ert að leita að fermingar- eða sumargjöf (eða langar bara að gleðja sjálft þig) þá eru þetta járn og burstar sem munu hitta í mark!

Wonder Brush - Cotton Candy, Lavish Lavender og Blue Skies Ahead

Wonder Brush burstarnir frá HH Simonsen eru hannaðir til að fara vel með hárið og hársvörðinn. Sérstakir SmartFlex burstarnir eru mjög sveigjanlegir og koma í veg fyrir að hárið brotni og endar klofni. 
Þetta er hárbursti sem ætti að vera til á öllum heimilum og hentar öllum aldurshópum. Hvort sem hárið er stutt eða sítt, hrokkið eða slétt þá er burstinn einstakur. Wonder Brush hentar mjög vel til að greiða bæði blautt og þurrt hár. 

 

True Divinity - Cotton Candy, Lavish Lavender og Popping Champagne

True Divinity er glæsilega hannað járn sem skilar framúrskarandi árangri hvort sem þú notar það til að slétta eða krulla. Titanium húðunin veitir einstaka tilfinningu og lokar rakann í hárinu inni svo hárið verður silkimjúkt. Í plötunum er þreföld verndun og Ionic innrauð tækni sem gerir það að verkum að hárið rafmagnast ekki. Járnið er létt og vinnuvistfræðilega hannað sem gerir það auðvelt og þægilegt að vinna með.  

 

Rod VS9 - Cotton Candy

Rod VS9 er létt og grunnt bylgjujárn sem gefur hárinu létta bylgjuáferð. Hentar vel þeim sem vilja fá mjúka hreyfingu í hárið. Það er einnig hægt að nota járnið til að búa til stóra liði í millisítt hár.

Krakkaburstar 

 Einnig komu tveir nýir Wonder Brush krakkaburstar: Rabbit og Hedgehog

 Þú getur skoðað allt vöruúrvalið frá HH Simonsen hér og hér getur þú séð lista yfir sölustaði.


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published