HH Simonsen í ferðastærð


Vissir þú að uppáhalds raftækin okkar eru líka til í ferðastærðum?
Ferðatækin eru öll fyrirferðalítil og létt sem gerir það auðvelt að hafa þau í ræktartöskunni eða taka með í ferðalagið. Tvær voltastillingar eru á tækjunum (110V-240V) sem auðveldar lífið á ferðalögum erlendis. 

HH Simonsen Midi Dryer ferðablásari

Midi Dryer frá HH Simonsen er lítill og léttur hárblásari sem er hægt að leggja saman til að koma honum auðveldlega fyrir í veski eða ferðatösku. Tvær hita- og hraðastillingar eru á blásaranum og 1500-vatta mótorinn er hljóðlátur en þurrkar jafnframt hárið hratt og örugglega.HH Simonsen Midi Dryer hárblásari í ferðastærð ferðablásari

HH Simonsen Midi Styler ferðasléttujárn

Midi Styler sléttujárnið frá HH Simonsen í ferðastærð gefur stóru járnunum ekkert eftir. Það er kraftmikið og handhægt og passar auðveldlega í handtösku. Eins og öll sléttujárnin frá HH Simonsen er Midi Styler með títaníum húðaðar plötur sem veita einstaka vörn og loka rakann í hárinu inn svo það verður silkimjúkt. Járnið er létt og hitnar hratt, en hitann er hægt að stilla frá 120°C upp í 230°C.
HH Simonsen Midi Styler ferðasléttujárn sléttujárn í ferðastærð

HH Simonsen Midi Waver - bylgjujárn í ferðastærð

Bylgjujárnin frá HH Simonsen eru alltaf jafn vinsæl og því eflaust margir sem væru til í þessa dúndur græju! Midi Waver frá HH Simonsen er bylgjujárn í ferðastærð - sömu geggjuðu gæðin en í minni umbúðum! Járnið hitnar á innan við 10 sekúndum og hægt er að stilla hitann allt upp í 200°C. Keramík plöturnar eru tvöfalt húðaðar með Teflon, olíum og túrmalín sem gerir það að verkum að hárið festist ekki við járnið þó það sé hársprey eða önnur efni í hárinu. 
HH Simonsen Midi Waver bylgjujárn í ferðastærð

HH Simonsen Midi VS6 volume iron - vöfflujárn 

Midi VS6 er létt og meðfærilegt vöfflujárn sem er tilvalið fyrir þá sem vilja auka volume. Járnið er lítið og nett og nær því auðveldlega alveg ofan í rót, en með því að vaffla alveg við rótina fæst frábær fylling og lyfting í hárið sem endist vel. Hitann á járninu er hægt að stilla allt frá 12 0° og upp í 21 0°C.
HH Simonsen Midi VS6 vöfflujárn í ferðastærð

HH Simonsen Wonder Brush í ferðastærð 

Wonder Brush burstarnir eru hannaðir til að fara vel með hárið og hársvörðinn. Sérstakir SmartFlex burstarnir eru mjög sveigjanlegir og koma í veg fyrir að hárið brotni og endar klofni. 
 
Midi Wonder Brush er bursti í ferðastærð sem er lítill og nettur og passar fullkomlega í flestar snyrtitöskur. 
HH Simonsen Midi Wonderbrush flækjubursti í ferðastærð
Hér getur þú skoðað allt vöruúrvalið frá HH Simonsen og hér má sjá lista yfir sölustaði.  

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published