Herralínan Pasta & Love stækkar


ÞRJÁR NÝJAR VÖRUR KYNNTAR TIL LEIKS

Skegg- og hárvörur sem eru sérhannaðar fyrir karlmenn njóta sífellt meiri vinsælda um allan heim og því ætti engan að undra að Pasta & Love, herralínan frá Davines, hefur farið sigurför um heiminn frá því hún var frumsýnd á síðasta ári.

Við hönnun á Pasta & Love vörulínunni var stefnu Davines að sjálfsögðu fylgt, en Davines hefur það ávallt að leiðarljósi að finna hina fullkomnu blöndu af hámarks sjálfbærni og framúrskarandi virkni.
Pasta & Love gleður kröfuharða karlmanninn sem er meðvitaður um gæði, virkni og umhverfið. Allar vörurnar innihalda þykkni úr lífrænt vottuðum blæjuberjum sem hafa bólgueyðandi og andoxandi eiginleika.

 Upprunalega voru þrjár húð- og skeggvörur í línunni; Pre-shave & skeggolía, rakstursgel og after shave & rakakrem. Nú hafa þrjár nýjar og spennandi vörur bæst við línuna, þar á meðal tvær mótunarvörur fyrir hár.

 

NON-FOAMING TRANSPARENT SHAVING GEL

Non-foaming transparent shaving gel er sefandi rakstursgel sem freyðir ekki. Gelið er glært sem gerir það að verkum að auðveldara er að snyrta línur af nákvæmni og móta yfirvaraskegg og hökutoppa. Gel áferðin er frískandi og rakagefandi og tryggir að skilyrðin fyrir fullnægjandi rakstur séu rétt og raksturinn þægilegur. Gelið hentar einstaklega vel með skeggolíunni og aftershave-inu úr Pasta & Love línunni.

bpro davines pasta&love rakstursgel raksápa

 

MEDIUM-HOLD STYLING PASTE

Medium-hold styling paste er krem með sveigjanlegu haldi sem gefur náttúrulegt útlit og auðveldar mótun. Kremið hentar öllum hárgerðum en það gefur góða áferð og viðheldur náttúrulegum glans og hreyfingu án þess að hárið verði stíft eða klístrað. Það inniheldur Vegetal Vaseline sem er 100% náttúrulegt efni unnið úr laxerolíu og karnúbavaxi. Vegetal Vaseline mýkir hárið og gefur því glans og er notað til að koma í veg fyrir að efnið „flagni“ og sjáist í hárinu.

 

Bpro Davines pasta&love

 

STRONG-HOLD MAT CLAY

Strong-hold mat clay er mattur leir sem gefur góða áferð fyrir nákvæma mótun og mikið hald. Leirinn eykur lyftingu og fyllingu og gefur hald sem endist án þess að hárið verði feitt eða þurrt viðkomu. Mat clay inniheldur Kaolín og Bentonít. Kaolín er postulínsleir sem gefur matta áferð og Bentonít er náttúrulegur leir sem gefur einnig matta áferð en einnig mjög gott hald. Hann er þurr viðkomu og skilur ekki eftir sig efnisleifar.
Bpro Davines pasta&love
Skoðaðu allt úrvalið hér


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published