Nýtt frá label.m: Healthy Hair Mist


label.m þekkja sennilega flestir Íslendingar og án efa allir sem hafa einhvern áhuga á hári og hárumhirðu. Mótunarvörurnar frá label.m hafa fylgt Íslendingum í meira en áratug og ber þar helst að nefna hetjur á borð við Texturising spreyið og Brunette Dry sjampóið.

Nýjasta varan frá label.m var kynnt í lok síðasta árs en það er töfraspreyið Healthy Hair Mist.

Healthy Hair Mist

Healthy Hair Mist hentar öllum hárgerðum og er frábært fyrir fólk á hraðferð. Þetta létta, nærandi leave-in sprey inniheldur Aloe Vera og efni unnið úr sykurrófu sem mýkja hárið og gefa því glans. Svo skemmir dásamlega mjúkur kókosilmurinn auðvitað ekki fyrir.

Healthy hair mist label.m á Íslandi

Notkunarleiðbeiningar

Hristið brúsann vel, haldið honum u.þ.b. 20cm frá hárinu og spreyið létt yfir. Notið sem touch-up á milli þvotta fyrir heilbrigt útlit og glansandi hár.

Healthy hair mist label.m á Íslandi

Hentar öllum hárgerðum

Healthy Hair Mist hentar öllum hárgerðum, hvort sem það er þurrt, illa farið, litað, aflitað, fíngert, þunnt, líflaust, frizzy, krullað eða heilbrigt hár.


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published