label.m þekkja sennilega flestir Íslendingar og án efa allir sem hafa einhvern áhuga á hári og hárumhirðu. Mótunarvörurnar frá label.m hafa fylgt Íslendingum í meira en áratug og ber þar helst að nefna hetjur á borð við Texturising spreyið og Brunette Dry sjampóið.
Nýjasta varan frá label.m var kynnt í lok síðasta árs en það er töfraspreyið Healthy Hair Mist.
Healthy Hair Mist
Healthy Hair Mist hentar öllum hárgerðum og er frábært fyrir fólk á hraðferð. Þetta létta, nærandi leave-in sprey inniheldur Aloe Vera og efni unnið úr sykurrófu sem mýkja hárið og gefa því glans. Svo skemmir dásamlega mjúkur kókosilmurinn auðvitað ekki fyrir.
Notkunarleiðbeiningar
Hristið brúsann vel, haldið honum u.þ.b. 20cm frá hárinu og spreyið létt yfir. Notið sem touch-up á milli þvotta fyrir heilbrigt útlit og glansandi hár.
Hentar öllum hárgerðum
Healthy Hair Mist hentar öllum hárgerðum, hvort sem það er þurrt, illa farið, litað, aflitað, fíngert, þunnt, líflaust, frizzy, krullað eða heilbrigt hár.
Leave a comment