Harpa Ómars á London Fashion Week 2022


Harpa Ómarsdóttir, hársnyrtimeistari og eigandi Blondie hársnyrtistofa og Hárakademíunnar, er ambassador fyrir label.m hárvörumerkið sem hefur verið aðal hárvörumerki London Fashion Week um árabil. Listrænt teymi á vegum Toni&Guy vinnur með label.m hárvörurnar á sýningunum og undanfarin ár hefur Harpa unnið með þeim við hinar ýmsu tískusýningar á London Fashion Week.

Á tískuvikunni nú í febrúar vann Harpa við meðal annars við sýningar Paul Costello og IA London.

Harpa Ómars label.m LFW

Paul Costello

Cos Sakkas, listrænn stjórnandi Toni&Guy, stýrði teyminu á sýningu Paul Costello og var hugmyndin að hárinu unnin út frá haustinu og náttúrunni. „Paul Costello showið er alltaf svo ótrulega spennandi,“ segir Harpa. „Það er mikill glæsileiki í fötunum og skartið er geggjað.“

Harpa Ómars label.m LFWHarpa Ómars label.m LFW

IA London

IA London er hönnuður sem fer síðar eigin leiðir og var glæsileg sýning hennar haldin á The Mandrake hótelinu sem að sögn Hörpu er eins og frumskógur að koma inn í. Í þetta skipti voru rúllur aðal undirstaðan í lookinu, en Efi Davis, listrænn stjórnandi Toni&Guy, stýrði teyminu á þessari sýningu.

Harpa Ómars label.m LFW

Harpa Ómars label.m LFW

Endurmenntun og innblástur

„London Fashion Week er mín leið til að endurmennta mig og hlaða mig af hugmyndum hvort sem það er i hári eða í skipulaginu fyrir svona stórar sýningar. Það er svo magnað að læra hvernig öll þessi backstage vinna gengur fyrir sig. Ég hlakka til að láta drauma mína halda áfram að rætast hérna heima á Íslandi. Stór draumur sem ég er búin að vera með í maganum lengi verður vonandi að veruleika með vorinu!“

Harpa Ómars label.m LFW


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published