Hárlos - reynslusaga


Stelpurnar í Reykjavík Fit eru góðar vinkonur bpro. Hrönn Gauksdóttir varð fyrir því að missa mikið hár í kjölfar barnsfæðingar. Með góðfúslegu leyfi hennar fengum við að endurbirta bloggfærslu hennar um það efni.  


 Ég hef glímt við fíngert/þunnt hár og hárlos í mörg ár. Ég hef fengið tímabil þar sem áhrif hárlosins hefur áhrif á sálarlíf mitt. Ég tengi alltaf hárlos tímabil við hormónabreytingar hjá mér og hef prufað mörg efni og kúra til að sporna við þessu. Get ekki sagt að mikið hafi virkað þangað til ég prufaði Energizing línuna frá Davines.

Á 12.viku meðgöngu fór ég að finna fyrir þó nokkru hárlosi. Ég byrjaði að nota sjampóið og Superactive dropana í þessari línu. Þeir eru sérstaklega hannaðir til að vinna gegn hormóna tengdu hárlosi og fleiru. Það sem ég varð fljótt ástfangin af þessum vörum. Hárlosið minnkaði á innan við viku frá því ég byrjaði að nota vörurnar, kærasti minn tók sérstaklega eftir því, því niðurfallið í sturtunni hætti að stíflast einu sinni í viku.

Í dag þvæ ég hárið alltaf með Energizing sjampóinu og Superactive dropana nota ég 2 sinnum í viku til að sporna við miklu hárlosi sem fylgir brjóstagjöfinni. Droparnir gera hárið mitt ekki klístrað né flatt við notkun sem ég elska, því ég er alltaf að reyna að hafa hárið mitt sem þykkast og með eins miklu volume og hægt er.

Sjampóið og Superactive droparnir innihalda mikla piparmyntu og örva því hársvörðinn sem eykur blóðflæði. Nær allar vörur frá Davines eru vegan og að auki frmleiddar á sjálfbæran hátt.

Færslan birtist upprunalega hér.Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published