Handþvottur


Við höfum rætt rétta tækni við hárþvott, en hvað með handþvott?
Skrúfa frá krananum, setja hendurnar undir, nudda sápu á hendurnar, freyða, ekkert mál, eða hvað? Nýlegar rannsóknir sýna að í 97% tilfella erum við að gera þetta rangt. Mistök sem geta leitt til kvefs, flensu eða jafnvel alvarlegri sýkinga eins og heilahimnubólgu. Hvað erum við að gera rangt þegar kemur að handþvotti? Við skulum brjóta þetta niður skref fyrir skref.
Hversu langan tíma ætti handþvottur að taka?
Rannsóknir sýna að við gerum mistök þegar að kemur að því hversu miklum tíma við eyðum í að þvo okkur um hendur. Center for Disease Control and Prevention í Bandaríkjunum (CDC) mælir með að við nuddum sápunni á okkur kröftuglega í allavega 20 sekúndur, ekki bara lófana heldur einnig handabökin, á milli fingra og undir neglur. Skola síðan hendurnar í að minnsta kosti 10 sekúndur.
Hversu oft eigum við að þvo á okkur hendurnar?
Tíðni handþvotta er breytileg eftir einstaklingum en það er mjög mikilvægt að þvo sér um hendur nokkrum sinnum á dag, sérstaklega þegar líkur á sýklasmiti aukast. Þar með talið fyrir matarundirbúining eða matartíma, eftir salernisferðir og þegar hendurnar eru sjáanlega óhreinar.
Kemur sótthreinsir í staðinn fyrir sápu og vatn?
Já og nei. Sótthreinsir fyrir hendur er þægilegur kostur þegar að við erum ekki í nálægð við vask og getum þar af leiðandi ekki þvegið á okkur hendurnar. Sótthreinsir fyrir hendur getur drepið margar bakteríur og vírusa en hann fjarlægir ekki þrálát óhreinindi eða skaðleg efni. CDC bendir á að sótthreinsir fyrir hendur drepur ekki allar gerðir sýkla eins og flensu og einstaka sníkjudýr.
Hvernig heldurðu höndunum eins hreinum og mögulegt er yfir daginn?
Hendurnar verða alltaf óhreinar. Það sem skiptir máli er tíðni handþvotta með mildri sápu og vatni og er það besta leiðin til að koma í veg fyrir að sýklar dreifist og valdi smiti. 
Dedy handsápan
Að eyða 30 sekúndum í handþvott hljómar kannski undarlega, en ekki þegar handsápan breytir þvottinum í upplifun skilningarvitanna. Dedy handsápan er fyrsta húðvaran í Essential hárvörulínunni frá Davines. Dedy handsápan inniheldur virk innihaldsefni eins græn anisfræ og ilmar af mandarínum og kryddjurtum frá Miðjarðarhafinu. Dedy handsápan er mild og ætluð til daglegra nota, hún hreinsar vel og skilur eftir dásamlegan ilm.
Grípum öll Dedy handsápu og gleymum ekki 30 sekúndna reglunni!

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published