Gróðursetning í Þorláksskógum


Árið 2019 var stærsta hársýning Íslandssögunnar, World Wide Hair Tour, haldin hér á landi á vegum Davines. Þá komu 1500 gestir til landsins allstaðar að úr heiminum auk þess sem fríður hópur íslensks fagfólks fjölmennti á sýninguna. Súperstjörnur í hárbransanum mættu til landsins og dugði ekkert minna en öll Harpan í allri sinni fegurð fyrir þetta risa partý.
Davines er mjög annt um umhverfið og leggur mikið upp úr umhverfisvernd og sjálfbærni. Það var því sérstaklega skemmtilegt að geta kolefnisjafnað World Wide Hair Tour ferðina að hluta til með sérstöku trjáplöntunarverkefni í Þorláksskógum við Þorlákshöfn. 
Sjálfbær apríl gróðursetning Davines og Bpro
Gróðursetningarteymi frá Davines á Ítalíu ásamt Baldri, eiganda Bpro.

Sjálfbær apríl

Okkur í Bpro þykir mikilvægt að halda áfram með þetta verkefni og þess vegna stóðum við í apríl á þessu ári fyrir verkefninu Sjálfbær apríl þar sem viðskiptavinir okkar gátu tekið þátt í að safna fyrir græðlingum til að bæta við Davines lundinn í Þorláksskógum.  
Sjálfbær apríl gróðursetningarverkefni Davines og bpro
Í gegn um verkefnið Sjálfbær apríl söfnuðum við fyrir græðlingum til að gróðursetja í Þorláksskógum.

Davines lundurinn stækkar

Á dögunum hélt svo vaskur hópur frá Bpro í gróðursetningu og voru settir niður rúmlega 1.000 græðlingar í talsverðri rigningu sem hlýtur að vera afskaplega gott fyrir gróðurinn! Nokkur börn voru með í för og höfðu þau öll einstaklega gaman af því að fræðast um málstaðinn og voru spennt að gera þetta góðverk fyrir jörðina. Það er fátt betra en að sjá að börnin okkar hafa gaman af þessu verkefni og sjá hversu mikilvægt það er að allir hjálpist að við að gera jörðina okkar að betri stað og hvað lítill hópur getur í raun gert mikið því margt smátt gerir eitt stórt!  
Þorláksskógar gróðursetning Davines og Bpro Þorláksskógar gróðursetning Davines og Bpro Þorláksskógar gróðursetning Davines og Bpro Þorláksskógar gróðursetning Davines og BproÞorláksskógar gróðursetning Davines og Bpro 
Í gróðursetningarferðinni notuðum við einnig tækifærið og kíktum á græðlingana sem voru settir niður af World Wide Hair Tour gestum árið 2019 og var afskaplega gaman að sjá hvað þeir hafa dafnað. Forsvarsmenn Davines fylgjast vel með græðlingunum, en þeir eru vaktaðir og myndaðir á 6 mánaða fresti. 
Gróðursetning Davines og Bpro Græðlingur úr gróðursetningu Davines og Bpro
Græðlingar sem voru settir niður af WWHT gestum árið 2019 og dafna vel í Þorláksskógum.
Þorláksskógar gróðursetning Davines og Bpro
Gróðursetningarteymi Bpro
Við erum afskaplega spennt að halda áfram með þetta verkefni og munum við vinna áfram með Hrönn Guðmundsdóttur og skógræktinni og halda áfram að stækka Davines lundinn á komandi árum!
Þorláksskógar gróðursetning Davines og Bpro

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published