Gleðilegt nýtt hár!


Nú er nýtt ár gengið í garð og við flest að hugsa um endurnýjun og bætta heilsu. En hvað með hárið? Eftir undangengna mánuði þar sem heimsfaraldur hefur sett strik í daglegt líf með tilheyrandi álagi og streitu, þá hafa margir upplifað hárlos og skerta hárheilsu almennt. Jafnvel dottið í þá gryfju að lita hárið heima og það sem verra er - aflita hárið heima. Flestir lærðu það hratt að það er ástæða fyrir því að við leitum til fagmanna með menntun, reynslu og þekkingu á þessu sviði til að sjá um hárið á okkur.
En hvað skal gera við öllum þessum hárvandamálum?
Fyrsta skrefið er að leita til fagmanna með alla ráðgjöf og fá hárumhirðuáætlun til að koma hlutunum í rétt horf.
Davines NaturalTech hárvörur hársvörður vandamál í hársverði detoxifying energizing renewing nourishing
Við skulum byrja á því að ræða um hárlos. Davines er með frábærar meðferðir við hárlosi - bæði sjampó og meðferðar serum sem eru valin eftir því um hvers konar hárlos er að ræða (já það eru til margar tegundir). Gott er að byrja á að fara í öfluga meðferð á hársnyrtistofu þar sem hársvörðurinn er meðhöndlaður með ávaxtasýrum og síðan er valið sjampó og serum sem taka á vandamálinu sem um ræðir. Síðan tekur við ráðlögð heimameðferð sem þarf að sinna vel.
Davines nourishing natural tech naturaltech hársvörður nærandi djúpnæring hármeðferð
Ef hárið er orðið illa farið, slitið og skemmt af efnameðhöndlun þá eru að sjálfsögðu til vörur sem henta því ástandi. Hægt er að fara í hármeðferð sem samstundis styrkir hárið og eykur teygjanleika þess og minnkar slit og brotin hár. Gott er að taka slíkar meðferðir sem kúr 1x í viku í 4-6 vikur. Það þarf síðan að sjálfsögðu að sinna hárinu vel með heimameðferð. Davines býður nokkra möguleika í þeim málum og fagmaður myndi aðstoða við valið um það sem hentar þínu hári best.
Almennt eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga til að öðlast og viðhalda góðri hárheilsu:
  • Djúpnæringu skal nota 1-4x í mánuði eftir því sem hentar þínu hári.
  • Þegar hitatæki eru notuð, hvort sem er í blástur, sléttun eða krullun skal alltaf nota hitavörn til að verja hárið gegn skaða.
  • Í dag er hægt að fá gæða mótunarvörur sem hafa líka þá eiginleika að byggja hárið upp. 
Gerum 2021 að árinu þar sem við leggjum áherslu á hárheilsu jafnt sem aðra heilsu - fáum ráð hjá fagmanni og notum vörur sem henta okkar hári og hársverði. 
Hér getur þú skoðað vöruúrvalið í NaturalTech línunni frá Davines og hér getur þú séð lista yfir sölustaði Davines. 
Gleðilegt nýtt ár kæru vinir!

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published