Fyrsta húðumhirðan


Sá tími kemur í lífi allra að huga þarf að réttri og góðri húðumhirðu. Það eru óneitanlega ákveðin tímamót í lífi hverrar manneskju og ákveðin manndómsvígsla þegar fyrsta húðumhirðan hefst. Hún getur byrjað frá 12 ára aldri en það er að sjálfsögðu einstaklingsbundið.

Það er ýmislegt sem þarf að huga að, en fyrst og fremst mælum við með að bóka tíma hjá fagmanni í húðgreiningu og húðráðgjöf. Þar mun fagmaðurinn fara yfir hvaða húðgerð viðkomandi er með og síðan í kjölfarið ráðleggja vöruval og fræða um rétta vörunotkun.

Rútínan

Hvað varðar fyrstu húðumhirðu þá byrjum við yfirleitt mjög einfalt og byggjum síðan ofan á það. En það eru nokkrir megin þættir sem eiga við um allar húðgerðir.
Húðina skal þvo með yfirborðshreinsi alla daga, 2x á kvöldin og 1x á morgnana. Svo er nauðsynlegt að djúphreinsa húðina einu sinni til tvisvar í viku til að losa burt dauðar húðfrumur, auka endurnýjun og losa húðina við erfiðari óhreinindi.
Skin Regimen Cleansing Cream yfirborðshreinsir & Tripeptide andlitskrem
/skin regimen/ cleansing cream yfirborðshreinsir & tripeptide andlitskrem
Eftir yfirborðshreinsun - bæði kvölds og morgna - er nauðsynlegt að nota rakakrem við hæfi - létt krem fyrir feita húð og ríkara krem fyrir þurra húð sem þarf meiri næringu. Andlitsmaska notum við svo einu sinni til tvisvar í viku og er hann valinn eftir þörfum húðarinnar, húðgerð og húðástandi.
Skin Regimen fyrsta húðumhirðan night detox næturmaski
/skin reigmen/ night detox næturkrem
Sértækar vörur eins og serum er notað kvölds og morgna, undir andlitskrem og er það valið eftir þörfum húðar. Með boosterunum frá /skin regimen/ er hægt að sérsníða húðumhirðu fyrir hvern og einn þar sem þeir sinna öllum húðáhyggjum og húðástandi.
Skin Regimen Boosterar serum fyrsta húðumhirðan
/skin regimen/ boosterar
Augnkrem er ekki nauðsynlegt í fyrstu húðumhirðu en notkun þess byrjar yfirleitt ekki fyrr en við 20-25 ára aldurinn.
Því fyrr sem við byrjum góða húðumhirðu því betra og með því að fá góða, faglega ráðgjöf má reikna með betri árangri. 
Munum að heilbrigð húð er lífstíll og það geta allir verið með góða, heilbrigða og fallega húð með réttu húðumhirðunni.
Hér getur þú séð lista yfir sölustaði /skin regimen/ og hér getur þú skoðað allt vöruúrvalið. 


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published