Fullkomið sumartan með MARC INBANE


Þó að sumarið hafi farið glimrandi vel af stað getum við Íslendingar ekki endilega treyst á sólina til að ná í hið fullkomna sumartan. Vörurnar frá MARC INBANE eru hágæða húðvörur með áherslu á brúnkuvörur sem gott er að grípa í þegar fríska á upp á húðlitinn. Línan inniheldur nokkrar mismunandi vörur fyrir andlit og líkama og hefur þann frábæra eiginleika að við tökum lit í gegn um þær. Þetta þýðir að við þurfum ekkert að byrja sumarfríið sem gegnsæa týpan heldur getum við mætt á ströndina fallega tönuð af gervibrúnkunni og höldum henni þangað til okkar náttúrulega tan er komið.
Náttúrulega brúnkuspreyið er stjarnan í MARC INBANE fjölskyldunni. Það gefur einstaklega fallegan lit og auðvelt er að bera það á sig sjálfur til að ná fallegri og jafnri brúnku. Ef spreyjað er beint á húðina er best að halda brúsanum í um 30 cm fjarlægð frá húðinni og spreyja með hröðum, beinum hreyfingum. Við mælum svo eindregið með að nota Marc Inbane örtrefjahanskann til að dreifa úr brúnkunni og tryggja þannig að áferðin verði jöfn og falleg. Einnig er hægt að spreyja beint í hanskann og nota hann til að dreifa brúnkunni á líkamann.
 
Annað sniðugt tól frá snillingunum hjá MARC INBANE er Kabuki burstinn. Ef þér yfirsést smá blettur þegar þú ert að bera á þig brúnku er einfalt að spreyja beint á burstann og nota hann til að nudda með hringlaga hreyfingum yfir svæðið sem gleymdist. Einnig er hægt að nota burstann til að dreifa betur úr ef þú spreyjar of miklu. Gott er að gefa þá spreyinu u.þ.b. 10 sekúndur til að þorna og nudda svo burstanum yfir með hringlaga hreyfingum fyrir jafna og þétta áferð.  
 
Perle de Soleil brúnkudroparnir hafa sópað að sér verðlaunum og lentu meðal annars í topp 3 í flokknum Besta brúnkuvara fyrir andlit á Beauty Shortlist Awards 2019. Dropunum er blandað út í rakakrem, líkamskrem eða sólarvörn og blandan svo borin jafnt á húðina. Til að viðhalda lit er gott að nota 1-2 dropa en 3-4 dropa til að dekkja litinn. Það er tilvalið að nota La Hydratan dagkremið eða Le Teint litaða dagkremið til að blanda brúnkudropunum út í en þau eru með SPF 10 og háþróaða UV vörn sem veitir húðinni vernd gegn skaðlegum geislum sólar og ótímabærri öldrun. Í kremunum er einnig virka innihaldsefnið Bronzyl® en það tryggir að húðin haldi lengur lit, hvort sem það er litur frá sólinni eða brúnkukremum.
Gott er að hafa í huga að skrúbba húðina vel og næra hana með rakakremi áður en brúnka er borin á og passa alltaf upp á sólarvörnina! 
Smelltu hér til að sjá hvernig gott er að bera MARC INBANE brúnku á húðina. 
Gleðilegt tan-sumar!

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published