Er snyrtibuddan klár í ferðalagið?


Þó lofthitinn hafi ekki endilega náð hæstu hæðum á landinu þetta sumarið látum við það ekkert stoppa okkur og höldum ótrauð í útilegur og bústaðarferðir til að nýta frídaga og dásamlega sólarhrings birtuna!
Hvort sem planið er að vera í tjaldi, bústað eða fellihýsi eða gista á lúxus hóteli er alltaf gott að geta takmarkað farangurinn eitthvað aðeins og þar koma húð- og hárvörur í ferðastærð sterkar inn. Við tókum saman nokkur skemmtileg sett í ferðastærðum sem auðvelda pökkun fyrir ferðalög sumarsins. 

/skin regimen/

Ferðasettin frá /skin regimen/ eru tvö; must-haves og flash renewal.
Must-haves settið inniheldur andlitshreinsi, essence, tvenns konar andlitskrem - tripeptide cream og polypeptide rich cream - og night detox næturkremið. Allt það helsta sem maður þarf í húðumhirðuna og fullkomin leið til að kynnast því sem þetta frábæra merki hefur upp á að bjóða. 
skin regimen húðvörur í ferðastærð
Flash renewal settið inniheldur andlitshreinsi og glyco-lacto peel, polypeptide rich cream andlitskrem og handáburð. Endurnýjandi sett sem vinnur gegn öldrunareinkennum og gefur húðinni ljóma. 
skin regimen húðvörur í ferðastærð
Skoðaðu vöruúrvalið frá /skin regimen/ hér
Þú getur séð lista yfir sölustaði /skin regimen/ hér

 [ comfort zone ]

Ferðasettin frá [comfort zone] eru þrjú; Calming journey, Uplifting Journey og Hydra Journey. 
comfort zone húðvörur í ferðastærð
Calming Journey er milt og nærandi sett sem inniheldur Remedy cream to oil andlitshreinsi og Remedy defense cream andlitskrem, Tranquillity body lotion og Specialist handáburð. 
Uplifting Journey er nærandi og rakagefandi sett sem inniheldur Essential milk andlitshreinsi, Essential toner, Sublime Skin cream andlitskrem og Renight næturmaska. 
Hydra Journey settið gefur djúpan raka en það inniheldur Essential face wash andlitshreinsi og Essential Micellar Water, Hydramemory cream andlitskrem og Renight cream næturkrem. 
Þú getur skoðað vöruúrvalið frá [comfort zone] hér
Þú getur séð lista yfir sölustaði [comfort zone] hér.

label.m - Sun Edition

Sun Edition settið frá label.m inniheldur fjórar vörur sem eru ekki bara í þægilegri ferðastærð heldur fullkomnar fyrir veru í sól, klór og sjó. Settið kemur í skemmtilegri og vatnsheldri snyrtitösku sem er einnig hægt að nota undir blaut sundföt á heimleið úr lauginni eða af ströndinni! 
label.m sun edition hárvörur í ferðastærð
After Sun Cleanser er létt og rakagefandi sjampó sem fjarlægir klór, saltvatn, sand og svita og endurheimtir náttúrulegan raka hársins. Inniheldur UVA og UVB filtera sem koma í veg fyrir að hárlitur dofni í sólinni auk efna sem vinna sérstaklega gegn klór.
After Sun Mask er maski sem gefur djúpan raka og vinnur gegn skemmdum af völdum sólar, saltvatns og klórs. UV filterar vernda hárið og koma í veg fyrir að hárlitur dofni í sólinni. Gerir hárið silkimjúkt og glansandi.
Protein Spray er sprey sem verndar hárið fyrir skaðlegum geislum sólar og virkar einnig sem hitavörn. Spreyið í rakt hár og greiðið í gegn.
Sun Protect Oil er létt og nærandi sprey sem ver gegn skaðlegum geislum sólar, klór og saltvatni og gefur glans.
Þú getur lesið allt um Sun Edition settið hér.
Þú getur séð lista yfir sölustaði label.m hér

Davines

Flestar línur frá Davines bjóða upp á sjampó og hárnæringu í ferðastærð. Gríptu uppáhalds sjampóið þitt og hárnæringu í ferðastærð, geymdu umbúðirnar þegar það klárast og fylltu einfaldlega á fyrir næsta ferðalag! 
Davines sjampó og hárnæring í ferðastærð
Þú getur skoðað allt vöruúval Davines hér.
Þú getur séð lista yfir sölustaði Davines hér.
Góða ferð í sumar! 
 

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published