100% kolefnisjafnaðar umbúðir frá Davines


~
Being the best for the world,
creators of good life for all
through beauty, ethics and sustainability
~
Þetta er markmiðslýsing Davines og ætti það því ekki að koma neinum á óvart að hluti af stefnu fyrirtækisins er að skilja eftir sig eins lítið kolefnisspor og hægt er. Einn liður í því er að kolefnisjafna allar umbúðir að fullu og hefur það verið gert frá árinu 2018.

Kolefnisjöfnun með EthioTrees

Fylgst er með öllu framleiðsluferlinu á umbúðunum allt frá því að hráefni eru sótt og þar til varan er fullunnin og er unnið statt og stöðugt að því að takmarka koltvíildislosun á hverju stigi framleiðsluferlisins. Sú koltvíildislosun sem ekki er hægt að útrýma er jöfnuð með þátttöku í EthioTrees verkefninu, en það stuðlar að endurreisn skóga og gróðurs í Eþíópíu.
Davines kolefnisjafnaðar umbúðir - 100% carbon neutral packaging

Umhverfisvænni umbúðir

Allar umbúðir frá Davines eru hannaðar með það að markmiði að endurvinna og tryggja áframhaldandi endurvinnslu. Davines er umhugað um mikilvægi þess að varðveita og vernda innihald vara sinna en hefur það jafnframt að markmiði að vörurnar og framleiðsla þeirra hafi sem minnst áhrif á umhverfið. Þar af leiðandi er notað eins lítið efni og hægt er í umbúðirnar án þess að það hafi áhrif á virkni þeirra. Einnig er reynt að hafa umbúðirnar úr einungis einu efni eða hannaðar þannig að auðvelt sé að taka þær í sundur til að auðvelda flokkun og endurvinnslu. 
Hægt er að lesa allt um umbúðir frá Davines hér.
Þú getur séð lista yfir sölustaði Davines hér
 

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published