Gjafaöskjur frá Davines


Umhverfisvænar og nytsamlegar jólagjafir

Þó nú séu skrítnar tímar og margt breytt frá því sem áður var er samt sem áður sumt sem breytist seint og þar á meðal eru jólin.
Þessi jólin verða mögulega öðruvísi en mörg önnur, en á þessum síðustu og skrítunustu tímum er sjálfsdekur ofarlega á óskalista hjá mörgum. Jólagafir sem nýtast vel og gjafir sem gleðja. Gjafir sem hægt er að endurnýta og umhverfisvænar gjafir sem enginn fær samviskubit yfir. Það eru bestu gjafirnar og þar koma gjafaöskjurnar frá Davines sterkar inn.
Fallega myndskreyttar, endurnýtanlegar (og kolefnisjafnaðar!) öskjurnar innihalda dásamlegar blöndur af okkar uppáhalds hárvörum frá Davines. Þetta árið eru þær sjö talsins og ættu allir að geta fundið öskju við sitt (eða sinna) hæfi.  
Davines gjafaöskjur - gjafabox - umhverfisvæn jólagjöf endurnýtanlegar gjafir  Davines gjafaöskjur - gjafabox - umhverfisvæn jólagjöf endurnýtanlegar gjafir
Gjafaöskjurnar eru alltaf dásamlega fallegar og í ár er engin undantekning gerð á því! Það er hárgreiðslumaðurinn og Davines-stofueigandinn Kevin Wilson sem á heiðurinn að myndskreytingunum á öskjunum í ár. Myndasagan á öskjunum segir frá Sadie, ungri stelpu sem býr í töfraheimi og elskar náttúruna. Sadie dreymir um leiðir til að gera plánetuna sína að betri stað með virðingu, þakklæti og ást og eru það skilaboðin sem fylgja öskjunum í hendurnar á viðtakandanum. 
Öskjurnar eru gerðar úr 100% FSC vottuðum, endurunnum pappír og plastið í hárvörunum er endurunnið plast eða plast úr endurvinnanlegu lífrænu plastefni. Framleiðslan er kolefnisjöfnuð að fullu og notar eingöngu endurnýjanlegar orkulindir. Öskjurnar og umbúðirnar á vörunum er hægt að endurvinna að fullu.
Davines gjafaöskjur - gjafabox - umhverfisvæn jólagjöf endurnýtanlegar gjafir
Gjafaöskjurnar frá Davines er hægt að skoða hér. Þær eru nú fáanlegar á öllum helstu sölustöðum, en lista yfir sölustaði má finna hér.

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published